Samþykkt: Tillaga um að fella úr gildi þrjár stefnur um Pírataspjallið
Í samræmi við ályktun félagsfundar Pírata þann 4. maí 2023 er lagt til að eftirfarandi þrjár stefnur um Pírataspjallið verði felldar úr gildi.
Stefna um pírataspjallið, nr. 30/2016
Reglur: Pírataspjallið, nr. 3/2019
Stefnubreytingartillaga um Pírataspjallið, nr. 12/2020
Greinargerð:
Lagt er til að Pírataspjallið verði ekki lengur formlega skilgreindur umræðuvettvangur á Facebook og hafi félagið því í kjölfarið hvorki skyldur né ábyrgð gagnvart vettvangnum. Verði tillagan samþykkt er það á ábyrgð hverra sem taka við vettvangnum að sjá um hópinn án formlegrar eða óformlegrar tengingar við Pírata.
Tilheyrandi mál: | Tillaga um að fella úr gildi þrjár stefnur um Pírataspjallið |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Samþykkt | BaldurK | Á félagsfundi Pírata þann 4. maí 2023 var samþykkt ályktun um að leggja fram þessa tillögu. Fundargerð félagsfundar: Fundur settur 17:05 Liður: Umræða um framtíð Pírataspjallsins. |