Lagabreyting PÍR

Tillögu þessari hefur verið hafnað með atkvæðagreiðslu.
Tilheyrandi mál:Lagabreyting PÍR

Útgáfur

# Staða Höfundur Lýsing
1 Hafnað Kristin

Formáli

Á fundi félagsstjórnar Pírata í Reykjavík þann 9. janúar 2023 var mér falið að taka lög Pírata í Reykjavík til
endurskoðunar. Til stóð að boða til aukaaðalfundar 16. febrúar næstkomandi til þess að skipa í eitt laust sæti í
félagsstjórn ásamt í sæti varamanna sem voru öll laus. Einnig stóð til að nýta aukaalfundinn til að koma í gegn
breytingum á lögum Pírata í Reykjavík skyldi félagsstjórn ákveða að leggja þær fram til samþykktar. Ekkert varð
þó að áætluðum aukaaðalfundi og verður því skýrslan lögð fram fyrir aðalfund Pírata í Reykjavík árið 2023.

Á fyrrnefndum fundi félagsstjórnar kom fram að sérstök ástæða væri til að endurskoða grein 7.5 sem
segir: „Félagsfundi má eingöngu halda á starfssvæði félagsins nema brýn nauðsyn krefjist að félagsfundur fari
fram utan þess“. Er þetta ákvæði talið úrelt þar sem félagsfundir eru oft haldnir í netheimum þar sem fundarmenn
eru staðsettir heima hjá sér eða jafnvel í öðrum heimshlutum. Einnig kom fram í samskiptum félagsstjórnar á
verkefnastjórnunarvettvangnum Asana að tilefni væri til að endurskoða grein 8.5. sem segir: „Skipa skal tvo
umboðsmenn fyrir framboðslista. Umboðsmenn bera ábyrgð á móttöku framboða til framboðslistakosninga. Að
framboðslistakosningu lokinni bera umboðsmenn ábyrgð á að skila framboðsgögnum til kjörstjórnar“. Þetta
fyrirkomulag hefur verið talið óraunhæft þar sem um mikla vinnu er að ræða og tilefni til að ráða verkefnisstjóra
til að sinna því.

Í kjölfar þess að hafa skipulagt allt skjalasafn Pírata á GitHub að beiðni framkvæmdastjóra Pírata árið
2020 fól hann mér ári síðar að skipuleggja lagasafn Pírata og aðildarfélaga á GitHub ásamt því að endurhanna
Jekyll-keyrðan framenda á log.piratar.is. Af þeim sökum hef ég í gegnum árin varið mörgum klukkustundum í
lestur og greiningu á lögum Pírata og aðildarfélaga og innri stefnum.

Markmiðið sem ég setti mér við endurskoðun laganna var fyrst og fremst að einfalda þau og stytta frekar
en að koma með einhver nýmæli. Þegar lög Pírata í Reykjavík voru fyrst samþykkt voru þau í raun afrit af lögum
Pírata með nokkrum viðbótum sem snúa að eðli félagsins sem aðildarfélag. Síðan þá hefur margt breyst í rekstri
samstæðunnar og lög Pírata hafa farið í gegnum allsherjarendurskoðun, nú síðast í fyrri hluta árs 2020.
Einföldun og stytting laganna fólst aðallega í því að fjarlægja ákvæði í lögunum sem hafa ekkert sjálfstætt
gildi. Það eru ákvæði sem annað hvort má finna í landslögum og er því ekki hægt að breyta án þess að fara á sveig
við landslög og ákvæði sem má finna í lögum Pírata, móðurfélags Pírata í Reykjavík, og binda því hendur
aðildarfélaga. Í sumum tilfellum kann að vera viðeigandi að vísa í greinar laga Pírata, frekar en að taka þær upp í
lögum Pírata í Reykjavík í heild sinni.

Með þessari skýrslu fylgja núverandi lög Pírata í Reykjavík og breytingatillaga sem ég legg fram að
lokinni endurskoðun.

12. október 2023.
Stefán Örvar Sigmundsson (ritari).