Samþykkt: Lagabreyting UP
Tillaga 1:
Áður var “formanni” breytt í “forseta” í lögunum, en það hefur gleymst á einum stað.
4.6. Gefi tveir meðlimir nýkjörinnar stjórnar kost á sér til formanns skal aðalfundur kjósa á milli þeirra með einfaldri meirihlutakosningu. Séu fleiri en tveir í framboði skal félagsfundur kjósa á milli þeirra með IRV-forgangskosningu (e. instantrun-off).
4.6. Gefi tveir meðlimir nýkjörinnar stjórnar kost á sér til forseta skal aðalfundur kjósa á milli þeirra með einfaldri meirihlutakosningu. Séu fleiri en tveir í framboði skal félagsfundur kjósa á milli þeirra með IRV-forgangskosningu (e. instantrun-off).
Tillaga 2a:
Þar sem Ungir Píratar eiga ekki lengur að vera sitt eigið félag (þar sem samþykkt hefur verið að leggja það niður á síðasta aðalfundi, þó það eigi eftir að leggja niður kennitöluna), þá er ekki lengur ástæða til að hafa lagagrein um slit félagsins. Tillagan er því að kafli 11 í lögunum verði felldur út í heild sinni, og kafli 12 verði þá kafli 11.
- Slit félagsins
11.1. Á félagsfundi skv. 7. kafla eða aðalfundi eða aukaaðalfundi skv. 5. kafla má bera upp tillögu um slit félagsins. Hún skal eingöngu afgreidd hafi hún verið tilkynnt í fundarboði. Samþykki ⅔ hlutar viðstaddra félagsmanna tillöguna skal kosið um hana í rafrænu kosningakerfi Pírata í 7 sólarhringa, þar sem ⅔ hlutagreiddra atkvæða félagsmanna Ungra Pírata þarf til að slitin skoðist samþykkt.
11.2. Við slit félagsins skulu eignir þess, ef þeim er að dreifa, renna til Pírata.
Tekið út.
Tillaga 2b (ef tillaga 2 er ekki samþykkt):
Hér er talað um ⅔ hluta, en á öðrum stöðum í lögunum er talað um “aukinn meirihluta”, til að gæta samræmis mætti það einnig vera í þessari grein.
11.1. Á félagsfundi skv. 7. kafla eða aðalfundi eða aukaaðalfundi skv. 5. kafla má bera upp tillögu um slit félagsins. Hún skal eingöngu afgreidd hafi hún verið tilkynnt í fundarboði. Samþykki ⅔ hlutar viðstaddra félagsmanna tillöguna skal kosið um hana í rafrænu kosningakerfi Pírata í 7 sólarhringa, þar sem ⅔ hlutagreiddra atkvæða félagsmanna Ungra Pírata þarf til að slitin skoðist samþykkt.
11.1. Á félagsfundi skv. 7. kafla eða aðalfundi eða aukaaðalfundi skv. 5. kafla má bera upp tillögu um slit félagsins. Hún skal eingöngu afgreidd hafi hún verið tilkynnt í fundarboði. Samþykki aukinn meirihluti viðstaddra félagsmanna tillöguna skal kosið um hana í rafrænu kosningakerfi Pírata í 7 sólarhringa, þar sem aukinn meirihluti greiddra atkvæða félagsmanna Ungra Pírata þarf til að slitin skoðist samþykkt.
Tillaga 4:
Bæta við samfélagsmiðlafulltrúa í möguleg hlutverk sem stjórn getur úthlutað félagsfólki.
4.4. Stjórn er heimilt, en ber enga skyldu til þess, að skipa hvaða félagsmeðlim sem er í eftirfarandi hlutverk. Stjórn er heimilt að skipa fleiri en einn í hvert hlutverk eða skipa einstakling sem sinnir öðrum hlutverkum (sbr. gr. 4.5 og 4.6):
a) Gjaldkeri:
i) Sér um fjármál félagsins og heimilar útgjöld
ii) Sér um fjárhagsáætlun
b) Alþjóðafulltrúi:
i) hefur samskipti fyrir hönd Ungra Pírata við ungmennahreyfingar erlendra Pírata, og eftir atvikum aðrar erlendar hreyfingar
ii) Fulltrúi Ungra Pírata á erlendum samkomum.
c) Fulltrúi til þingflokks:
i) mætir á þingflokksfundi samkvæmt fyrirkomulagi með þingflokki
d) Viðburðastjóri:
i) skipuleggur viðburði
ii) hefur heimild og getur veitt heimild til þess að semja við þjónustuveitendur og gera innkaup samkvæmt fyrirmælum stjórnar
e) Stjórn er heimilt að stofna til fleiri embætta en er ekki skyldug til þess.
4.4. Stjórn er heimilt, en ber enga skyldu til þess, að skipa hvaða félagsmeðlim sem er í eftirfarandi hlutverk. Stjórn er heimilt að skipa fleiri en einn í hvert hlutverk eða skipa einstakling sem sinnir öðrum hlutverkum (sbr. gr. 4.5 og 4.6):
a) Gjaldkeri:
i) Sér um fjármál félagsins og heimilar útgjöld
ii) Sér um fjárhagsáætlun
b) Alþjóðafulltrúi:
i) hefur samskipti fyrir hönd Ungra Pírata við ungmennahreyfingar erlendra Pírata, og eftir atvikum aðrar erlendar hreyfingar
ii) Fulltrúi Ungra Pírata á erlendum samkomum.
c) Fulltrúi til þingflokks:
i) mætir á þingflokksfundi samkvæmt fyrirkomulagi með þingflokki
d) Viðburðastjóri:
i) skipuleggur viðburði
ii) hefur heimild og getur veitt heimild til þess að semja við þjónustuveitendur og gera innkaup samkvæmt fyrirmælum stjórnar
e) Samfélagsmiðlafulltrúi
i) Ber ábyrgð á samfélagsmiðlum Ungra Pírata
f) Stjórn er heimilt að stofna til fleiri embætta en er ekki skyldug til þess.
Tillaga 5:
Skerpa á hlutverkum félagsins. Draga saman b) og d) í einn punkt. Endurraða.
2.1. Tilgangur félagsins er eftirfarandi:
a) Að starfa sem aðildarfélag innan Pírata þegar kemur að málefnum ungs fólks.
b) Að starfa á vettvöngum ungliðahreyfinga stjórnmálaflokka og annarra félaga sem ungliðahreyfing Pírata á Íslandi.
c) Að halda sambandi og samvinnu við erlendar ungliðahreyfingar Pírata og eftir atvikum aðrar erlendar hreyfingar.
d) Að halda sambandi og samvinnu við ungliðahreyfingar annarra stjórnmálaflokka.
e) Að halda uppi virku félagsstarfi meðal félagsmanna sinna.
2.1. Tilgangur félagsins er eftirfarandi:
a) Að starfa sem aðildarfélag innan Pírata þegar kemur að málefnum ungs fólks.
b) Að halda uppi virku félagsstarfi meðal félagsmanna sinna.
c) Að halda sambandi og samvinnu við ungliðahreyfingar annarra stjórnmálaflokka og starfa á vettvöngum ungliðahreyfinga sem ungliðahreyfing Pírata á Íslandi.
d) Að halda sambandi og samvinnu við erlendar ungliðahreyfingar Pírata og eftir atvikum aðrar erlendar hreyfingar.
Tillaga 6:
Núverandi lög segja að full aðild sé opin fólki frá 15 ára aldri en jafnframt að meðlimir gerist sjálfkrafa meðlimir í Pírötum, hins vegar er aldurstakmarkið í Pírata 16 ár. Þetta þarf að laga.
3.1. Full aðild að félaginu er opin öllum á aldrinum 15 til 35 ára.
3.2. Aðili að félaginu gerist sjálfkrafa aðili að Pírötum.
3.1. Full aðild að félaginu er opin öllum á aldrinum 15 til 35 ára.
3.2. Aðili að félaginu gerist sjálfkrafa aðili að Pírötum þegar hann hefur náð aldri til skv. lögum Pírata.
"5.1. Aðalfundur félagsins skal vera haldinn í ágúst eða september ár hvert, eða við fyrsta tækfæri þar eftir."
Tilheyrandi mál: | Lagabreyting UP |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Samþykkt | Kristin |