Samþykkt: Lagabreytingar - Breiðari stjórn með fjármálaábyrgð
Breiðari stjórn með fjármálaábyrgð.
Eftirfarandi lagabreytingatillögur eru lagðar fram þann 18.07.2024 og settar í umræðu og síðar í kosningu.
Grein 4.10
Var áður
4.10. Á aðalfundi skal fara fram kosning í framkvæmdastjórn, fjármálaráð og stefnu- og málefnanefnd eins og nánar er kveðið á um í 7. Kafla.
Verður nú
4.10. Á aðalfundi skal fara fram kosning í framkvæmdastjórn og stefnu- og málefnanefnd, sem og kjör gjaldkera framkvæmdastjórnar, eins og nánar er kveðið á um í 7. kafla.
Grein 7.1.1
Var áður
7.1.1. Í framkvæmdastjórn sitja þrír einstaklingar sem kosnir eru beinni kosningu á aðalfundi. Kjörtímabil þeirra er tvö ár. Sá meðlimur framkvæmdastjórnar sem hlýtur besta kosningu skal stýra störfum hennar nema viðkomandi biðjist undan.
Framkvæmdastjórn velur sjálf einnig gjaldkera og ritara.
Verður nú
7.1.1. Í framkvæmdastjórn sitja fimm einstaklingar. Tveir eru almennir stjórnarmenn. Einn er svo formaður, annar er ritari og þriðji gjaldkeri. Á aðalfundi eru fjórir kjörnir í framkvæmdastjórn af röðuðum lista, ásamt tveimur til vara, og gjaldkeri er að jafnaði kjörinn sérstaklega á aðalfundi í einstaklingskjöri. Kjörtímabil allra í framkvæmdastjórn er tvö ár. Listakosning fer fram um tvo aðila og einn til vara annað hvert ár og kosning um gjaldkera fer fram á tveggja ára fresti.
Grein 7.1.2
Var áður
7.1.2. Þau eru kjörgeng til framkvæmdastjórnar sem setið hafa að lágmarki eitt kjörtímabil í skilgreindri trúnaðarstöðu á vegum félagsins eða aðildarfélaga.
Verður nú
7.1.2.1. Sá meðlimur framkvæmdastjórnar sem hlýtur besta listakosningu ( sbr. gr. 7.1.1) skal stýra störfum hennar sem formaður. Vilji sitjandi formaður sem er ennþá kjörgengur til stjórnar halda formannsstöðu sinni þegar kjör til stjórnar fer fram skal hann þannig taka þátt í listakosningu upp á hver hlýtur formannssætið en heldur stjórnarsæti sínu óháð því hvernig listinn raðast. Ef sá meðlimur sem vinnur listakosningar biðst undan, missir kjörgengi eða staða hans losnar af öðrum ástæðum, þá velur framkvæmdastjórnin sér formann úr sínum röðum fram að næsta aðalfundi eða auka-aðalfundi.
7.1.2.2. Framkvæmdastjórn kýs ritara úr sínum röðum og er sá aðili einnig varaformaður.
7.1.2.3. Biðjist gjaldkeri lausnar, missi hann kjörgengi eða staða hans losnar af öðrum sökum á miðju kjörtímabili kýs framkvæmdastjórn nýjan gjaldkera úr sínum röðum fram að næsta aðalfundi eða auka-aðalfundi. Hið sama gildir ef engin framboð berast til kjör gjaldkera.
Ný grein, 7.1.4
7.1.4. Framkvæmdastjórn telst starfhæf þó meðlimum hennar fækki niður í allt að þrjá, en þó ávallt þannig að skipað sé í stöðu formanns, gjaldkera og ritara út frá þeim reglum um kjörgengi sem kveðið er á um í lögum þessum (sbr. gr. 7.8.1). Ef framkvæmdastjórn er ófær um að manna þessar þrjár stöður telst hún óstarfhæf og skal hún þá boða til auka-aðalfundar við fyrsta mögulega tækifæri þar sem kosið er um lausar stöður í framkvæmdastjórn og um stöðu gjaldkera sé hún laus.
Grein 7.2.1
Var áður
7.2.1. Í stefnu- og málefnanefnd sitja fimm einstaklingar sem kosin eru beinni kosningu á aðalfundi. Kjörtímabil þeirra er tvö ár. Sá meðlimur nefndarinnar sem hlýtur besta kosningu skal stýra störfum hennar nema viðkomandi biðjist undan.
Verður nú
7.2.1. Í stefnu- og málefnanefnd sitja fimm einstaklingar sem kosnir eru beinni listakosningu á aðalfundi. Kjörtímabil þeirra er tvö ár. Sá meðlimur nefndarinnar sem hlýtur besta kosningu skal stýra störfum hennar sem formaður, nema viðkomandi biðjist undan eða sæti hans losnar af öðrum sökum, og skal stefnu- og málefnanefnd þá velja sér formann úr sínum röðum.
Ný grein, 7.2.6
7.2.6. Stefnu- málefnanefnd telst starfhæf þó meðlimum hennar fækki niður í allt að þrjá. Ef stefnu- og málefnanefnd er ófær um að manna þrjár stöður telst hún óstarfhæf og skal framkvæmdastjórn þá boða til auka-aðalfundar við fyrsta mögulega tækifæri þar sem kosið er um lausar stöður í stefnu- og málefnanefnd.
Fyrirsögn á grein 7.3
Var áður
Fjármálaráð
Verður nú
Gjaldkeri
Grein 7.3
Var áður
7.3. Fjármálaráð tryggir gegnsæi, valddreifingu og vönduð bókhaldsvinnubrögð í fjármálum. Ber það ábyrgð á gerð fjárhagsáætlunar Pírata.
Verður nú
7.3. Gjaldkeri ber ábyrgð á gerð fjárhagsáætlunar Pírata fyrir hönd framkvæmdastjórnar félagsins og í samstarfi við hana.
Grein 7.3.1
Var áður
7.3.1. Í fjármálaráði sitja þrír einstaklingar sem kosin eru beinni kosningu á aðalfundi. Kjörtímabil þeirra er tvö ár. Sá meðlimur fjármálaráðs sem hlýtur besta kosningu skal stýra störfum þess nema viðkomandi biðjist undan.
Verður nú
7.3.1. Gjaldkeri situr í framkvæmdastjórn en er kjörinn beinni kosningu á aðalfundi, sbr. gr. 7.1.1 og gr. 7.1.2.
Grein 7.3.2
Var áður
7.3.2. Fjármálaráð skal setja verklagsreglur um fjármálaumsjón félagsins og stofnana þess. Í reglunum sé að lágmarki kveðið á um:
að tvöföld undirritun sé á reikningum,
að haldið sé vel um kvittanir og önnur bókhaldsgögn,
að bókhaldi sé skilað til framkvæmdastjórnar a.m.k. ársfjórðungslega,
að lögum félagsins um opið bókhald sé framfylgt og;
fjárveitingar til svæðisbundinna aðildarfélaga samkvæmt skilgreindri reikniaðferð í 11. kafla laganna.
Verður nú
7.3.2. Gjaldkeri skal leggja verklagsreglur til samþykktar í framkvæmdastjórn um fjármálaumsjón félagsins og stofnana þess. Í reglunum sé að lágmarki kveðið á um:
að tvöföld undirritun sé á reikningum,
að haldið sé vel um kvittanir og önnur bókhaldsgögn,
að bókhaldi sé skilað til framkvæmdastjórnar a.m.k. ársfjórðungslega,
að lögum félagsins um opið bókhald sé framfylgt og;
fjárveitingar til svæðisbundinna aðildarfélaga samkvæmt skilgreindri reikniaðferð í 11. kafla laganna.
Grein 7.3.3
Var áður
7.3.3. Fjármálaráð hefur umsjón með eftirfylgni við verklagsreglur um fjármálaumsjón félagsins.
Verður nú
7.3.3. Gjaldkeri hefur umsjón með eftirfylgni við verklagsreglur um fjármálaumsjón félagsins.
Grein 7.4
Var áður
7.4. Samráðsfundir skulu haldnir á þriggja mánaða fresti. Eftirfarandi skulu eiga að lágmarki eitt sæti á samráðsfundi:
Framkvæmdastjórn
Stefnu- og málefnanefnd
Fjármálaráð
Kjördæmabundin aðildarfélög
Önnur aðildarfélög sem tilkynna um þátttöku
Þingflokkur
Fulltrúar úr hverri sveitarstjórn þar sem Píratar eiga fulltrúa
Verður nú
7.4. Samráðsfundir skulu haldnir á þriggja mánaða fresti. Eftirfarandi skulu eiga að lágmarki eitt sæti á samráðsfundi:
Framkvæmdastjórn
Stefnu- og málefnanefnd
Kjördæmabundin aðildarfélög
Önnur aðildarfélög sem tilkynna um þátttöku
Þingflokkur
Fulltrúar úr hverri sveitarstjórn þar sem Píratar eiga fulltrúa
Grein 7.6
Var áður
7.6. Framkvæmdastjórn og fjármálaráð skulu viðhafa reglubundið samráð við framkvæmdastjóra hvað varðar fjármál og rekstur félagsins.
Verður nú
7.6. Framkvæmdastjórn skal viðhafa reglubundið samráð við framkvæmdastjóra um fjármál og rekstur félagsins.
Grein 7.7
Var áður
7.7. Framkvæmdastjórn, stefnu- og málefnanefnd og fjármálaráði er heimilt að skipa nefndir, starfshópa og málefnahópa. Skal viðkomandi ráð setja þeim hópum og nefndum sem það skipar reglur.
Verður nú
7.7. Framkvæmdastjórn og stefnu- og málefnanefnd er heimilt að skipa nefndir, starfshópa og málefnahópa um afmörkuð verkefni. Skal viðkomandi stjórn eða nefnd setja þeim hópum og nefndum sem hún skipar reglur um hlutverk, ábyrgðarsvið og starfstímabil.
Fyrirsögn á undan grein 7.8
Var áður
Kjör í stjórnir, nefndir og ráð
Verður nú
Kjör í stjórnir og nefndir og einstaklingskjör
Grein 7.8
Var áður
7.8 Kosningar í framkvæmdastjórn, stefnu- og málefnanefnd og fjármálaráð skulu skila raðaðri niðurstöðu. Að öðru leyti fer um kjörið samkvæmt 4. kafla um aðalfund.
Verður nú
7.8. Kosningar í framkvæmdastjórn og stefnu- og málefnanefnd skulu skila raðaðri niðurstöðu, þar sem röðun á lista ákvarðar hverjir hljóta sæti og hverjir hljóta varasæti. Einstaklingskjör fer fram með sama hætti, þar sem fyrsta sæti á röðuðum lista ákvarðar hver hlýtur viðkomandi stöðu. Að öðru leyti fer um kjörið samkvæmt 4. kafla um aðalfund.
Grein 7.8.1
Var áður
7.8.1. Þeir einir eru kjörgengir til stjórna, nefnda og ráða Pírata sem hafa verið í félaginu í að lágmarki 30 daga áður en kosning hefst. Óheimilt er að sitja lengur en tvö kjörtímabil samfleytt í sömu stjórn eða ráði.
Verður nú
7.8.1. Aðilar þurfa að vera félagar í Pírötum til að vera kjörgengir til framkvæmdastjórnar, nefnda og til stöðu gjaldkera. Óheimilt er að sitja lengur en fjögur kjörtímabil samfleytt í sömu stjórn eða nefnd, eða gegna stöðu gjaldkera. Kjörnir fulltrúar mega sitja í framkvæmdastjórn en þau geta ekki tekið stöðu formanns. Varamenn teljast hér ekki kjörnir fulltrúar og geta því tekið sér stöðu formanns og sinnt henni, jafnvel meðan þau taka sæti tímabundið á Alþingi eða í sveitarstjórn. Kjörnum fulltrúum er að öðru leyti heimilt að taka sæti í nefndum innan félagsins, nema annað sé sérstaklega tekið fram í lögum þessum.
Grein 7.8.2
Var áður
7.8.2. Heimilt er að sitja í fleiri en einni nefnd, stjórn eða ráði.
Verður nú
7.8.2. Engar takmarkanir gilda um samhliða setu einstaklinga í framkvæmdastjórn eða nefndum, sé viðkomandi kjörgengur til viðkomandi stöðu á annað borð.
Grein 7.11
Var áður
7.11. Heimild til að rita firma félagsins hefur fulltrúi framkvæmdastjórnar og framkvæmdastjóri.
Verður nú
7.11. Heimild til að rita firma félagsins hafa gjaldkeri og framkvæmdastjóri.
Grein 13.7
Var áður
13.7. Félaginu er eingöngu heimilt að taka lán fyrir rekstri og öðrum útgjöldum félagsins ef áætlaðar tekjur eru fyrirsjáanlegar og öruggar. Engin lán sem binda félagið mega fara fram án samþykkis fjármálaráðs.
Verður nú
13.7. Félaginu er eingöngu heimilt að taka lán fyrir rekstri og öðrum útgjöldum félagsins ef áætlaðar tekjur eru fyrirsjáanlegar og öruggar. Engin lán sem binda félagið mega fara fram án samþykkis framkvæmdastjórnar.
Tilheyrandi mál: | Lagabreytingar - Breiðari stjórn með fjármálaábyrgð |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Samþykkt | Kristin | Greinargerð - Vinnuhópur lagabreytinga Leiðarljós vinnu Þörfin á þessum lagabreytingum kemur frá því að geta fjármálaráðs til að sinna lögboðnu hlutverki sínu var verulega takmörkuð með GDPR ályktun sem var keypt af þriðja aðila af þáverandi framkvæmdastjóra flokksins. Sá framkvæmdastjóri - sem var ráðinn af framkvæmdastjórn flokksins - neitaði með krafti þeirrar ályktunar fjármálaráði um alla aðganga að bókhalds- og fjárhagsgögnum og neitaði að fylgja eftir fjárhagsáætlun fjármálaráðs. Til að bregðast við þessari stöðu taldi framkvæmdastjórn það best að færa fjármálin aftur til framkvæmdastjórnar. Formaður framkvæmdastjórnar lagði drög að tillögu þessa efnis fram á Pírataþingi september 2023 og skipaður var verkefnahópur til að fylgja þeim eftir. Í þeim hópi sátu eftirfarandi: Alexandra Briem, Atli Stefán Yngvason, Daníel Þröstur, Halldór Auðar og Indriði Stefánsson. Svo það verkefni að leggja niður fjármálráð valdi ekki auknu álagi á framkvæmdastjórn og til að auka afköst þá er lagt til að framkvæmdastjórn fari úr þremur meðlimum og upp í fimm meðlimi. Sérstakt framboð til gjaldkera er lagt til, með það að markmiði að fá hæfan aðila til verksins sem hefur þekkingu og áhuga á því hlutverki. Stjórnir skýrt ábyrgar fyrir rekstri Samkvæmt lögum um félagasamtök er stjórn félags ábyrg fyrir rekstri þess og gjaldkeri hefur þar auknar skyldur. Gjaldkeri félagsins þarf yfirsýn á rekstur þess og stöðu bókhalds, og veitir framkvæmdastjóra félagsins aðhald. Þetta er í raun helsta verkefni framkvæmdastjórnar, ásamt ráðningu framkvæmdastjóra og stuðningi við það hlutverk. Eitt meginmarkmið lagabreytinganna er að samræma ábyrgð og valdsvið. Afleidd áhrif lagabreytinga Það eru afleidd áhrif af því að gera þessar breytingar. Dæmi um kosti við þessar breytingar eru eftirfarandi: Gagnrýni á tillögu Verkefnahópurinn er meðvitaður um mögulega gagnrýni á þessa tillögu, til að mynda þessi atriði: Ný lög í heild Lög Pírata
7.1.2.1. Sá meðlimur framkvæmdastjórnar sem hlýtur besta listakosningu ( sbr. gr. 7.1.1) skal stýra störfum hennar sem formaður. Vilji sitjandi formaður sem er ennþá kjörgengur til stjórnar halda formannsstöðu sinni þegar kjör til stjórnar fer fram skal hann þannig taka þátt í listakosningu upp á hver hlýtur formannssætið en heldur stjórnarsæti sínu óháð því hvernig listinn raðast. Ef sá meðlimur sem vinnur listakosningar biðst undan, missir kjörgengi eða staða hans losnar af öðrum ástæðum, þá velur framkvæmdastjórnin sér formann úr sínum röðum fram að næsta aðalfundi eða auka-aðalfundi. |