Samþykkt: Erindisbréf Pírata til umboðsmanns vegna stjórnarmyndunar 2024
Erindisbréf þetta er útgefið samkvæmt ákvæðum 10. kafla laga Pírata á Íslandi. Við samþykkt þess öðlast
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
umboð Pírata til að semja við forsvarsmenn annarra stjórnmálaflokka um myndun ríkisstjórnar. Umboðið gildir um allar viðræður, formlegar og óformlegar. Umboðsmaður skal sjálfur tilnefna varamann í kjölfar samþykktar erindisbréfs.
Umboðsmaður skal hafa frjálsar hendur um val viðmælenda sinna hjá öðrum stjórnmálaflokkum. Honum er heimilt að semja um skilyrði fyrir stjórnarsamstarfi við aðra flokka og stilla upp drögum að stjórnarsamkomulagi. Umboðsmaður skal þó ávallt hafa samþykkta kosningastefnu Pírata til grundvallar og þann fyrirvara gagnvart viðsemjendum að gildi samkomulags sé háð stuðningi þingflokks og hljóti aðeins gildi við staðfestingu grasrótar flokksins í atkvæðagreiðslu.
Umboðsmaður skal tryggja reglulegt samráð við þingflokk Pírata um gang viðræðna. Með hliðsjón af þeim trúnaði sem ríkir um stjórnarmyndunarviðræður skal umboðsmaður aðeins upplýsa almenna félagsmenn um gang viðræðna meti hann það rétt, nauðsynlegt og í samræmi við skuldbindingar umboðsmanns um trúnað.
Erindsbréf þetta er gefið út þann 1.nóvember 2024. Erindisbréfið tekur gildi að lokinni samþykkt þess í atkvæðagreiðslu meðal Pírata, samþykkt meirihluta framkvæmdastjórnar Pírata og samþykkt meirihlutar þingflokks Pírata.
Erindisbréfið gildir til 31. maí 2025.
Tilheyrandi mál: | Erindisbréf Pírata til umboðsmanns vegna stjórnarmyndunar 2024 |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Samþykkt | Kristin | Á félagsfundi Pírata föstudaginn 1. nóvember var samþykkt tillaga oddvita Pírata þar sem lagt er til að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fái umboð Pírata til að leiða stjórnarmyndunarviðræður að afloknum þingkosningum 30. nóvember. |