Samþykkt: Kosningastefnuskrá Pírata fyrir Alþingiskosningar 2024

Tillaga þessi hefur verið samþykkt með atkvæðagreiðslu.
Tilheyrandi mál:Kosningastefnuskrá Pírata fyrir Alþingiskosningar 2024

Útgáfur

# Staða Höfundur Lýsing
1 Samþykkt Kristin

Stefnuskrá þessi hefur verið samþykkt á sameiginlegum fundi stefnu- og málefnanefndar 3. nóvember 2024. Í grein 7.2.4 í lögum Pírata segir að í aðdraganda alþingiskosninga skuli stefnu- og málefnanefnd útbúa kosningastefnuskrá sem byggi á samþykktri stefnu flokksins að höfðu samráði við frambjóðendur. Kosningastefnuskrá skuli samþykkt með atkvæðagreiðslu í rafrænu kosningakerfi flokksins. Þetta ákvæði hefur haft að leiðarljósi í allri vinnu við gerð kosningastefnuskrárinnar og er þannig sérstaklega tilgreint í hverjum kafla stefnuskrárinnar á hvaða fyrirliggjandi almennu stefnu eða stefnum sá kafli byggir.

Að baki þessari stefnuskrá liggur mikil og rík stefnumótunarvinna af hálfu grasrótar og frambjóðenda. Undirbúningur kosningastefnuskrár hófst á Pírataþingi sem opið var allri grasrót flokksins helgina 13. - 14. febrúar. Þingið var haldið í fjarfundi, svo að allir Píratar hefðu möguleika á þátttöku, en markmið þingsins var að ræða og ákveða áherslur Pírata í komandi kosningum. Stefnumótun og áherslur fyrir kosningabaráttuna skyldu byggja á skilaboðum þingsins. Í kjölfar Pírataþingsins störfuðu málefnahópar sem unnu áfram að stefnumótun í hinum ýmsu málaflokkum. Úr þeirri vinnu komu fyrstu drög að þeirri kosningastefnuskrá sem hér er lögð fram, en drögin voru unnin áfram af frambjóðendum Pírata eftir að prófkjörum lauk og ljóst var hver myndu koma fram fyrir hönd Pírata í komandi kosningabaráttu.
Samþykkt var á áðurnefndum fundi að setja stefnuskrá þessa í rafrænt kosningakerfi flokksins til samþykktar og staðfestingar grasrótar. Tengil á stefnuna má finna hér á auðlesnari máta: https://docs.google.com/document/d/1KXz4lcOYCoomW6CulX7zAWymU-h0NEui6rsnQbcLA/edit?tab=t.0