Samþykkt: Grunnjafnréttisstefna
Með tilliti til
Greinar §2.1 í grunnstefnu Pírata um eflingu og verndun borgararéttinda.
Greinar §2.2 í grunnstefnu Pírata um útvíkkun borgararéttinda
Greinar §2.3 í grunnstefnu Pírata um vernd um núverandi réttinda
Og með hliðsjón af
Greinum §1, §2, §7, §10, §16 og §23 í mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna: http://www.humanrights.is/log-og-samningar/mannrettindasamningar/sameinudu-tjodirnar/Undirflokkur/
Skýrslu velferðarráðherra um stöðu og þróun jafnréttismála, febrúar 2011: http://www.velferdarraduneyti.is/rit-og-skyrslur-vel/nr/32671
Skýrslu Hagstofu Íslands, Konur og Karlar á Íslandi 2011 (http://www.jafnretti.is/D10/_Files/Konur%20og%20karlar%202011.pdf)
Álykta Píratar að:
Enn séu mörg verk óunnin á sviði jafnréttis og margt sem þarf að gera til að jafna stöðu ólíkra hópa samfélagsins, þar með talin karlar og konur, börn, aldraðir, minnihlutahópar vegna kynhneigðar eða kynvitundar, innflytjendur og fatlaðir.
Það er stefna Pírata að berjast gegn mismunun einstaklinga, hvort sem er á grundvelli kyns, kynhneigðar, aldurs, trúarbragða, uppruna eða annarra persónueinkenna.
Leita skuli leiða til að sporna við og uppræta staðalímyndir og ranghugmyndir sem geta orðið til þess að einstaklingum sé mismunað eða frelsi þeirra skert.
Ekki sé nóg að samfélagið sé umburðarlynt heldur sé mikilvægt að allir einstaklingar séu samþykktir, metnir að verðleikum og fái jöfn tækifæri til að njóta sín, vaxa og dafna.
Ofbeldi skuli aldrei líðast, hvorki andlegt né líkamlegt, og huga þarf sérstaklega að stöðu ólíkra hópa og sníða fræðslu, forvarnir og meðferðarúrræði að ólíkum aðstæðum fólks.
Hvetja skuli til opinnar og upplýstrar umræðu um jafnréttismál.
Tilheyrandi mál: | Grunnjafnréttisstefna |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Samþykkt | stefanvignir | |
2 | Tillaga | tharfagreinir | Einu 'um'-i er ofaukið. |