Samþykkt: Evrópusambandið
Assumptions
- þess að það er ekki hlutverk stjórnmálaflokka að vera með eða á móti aðild eða aðildarviðræðum að Evrópusambandinu sem slíkum.
- þess að við þurfum að stuðla að því að allt sem tengist viðræðunum sé gagnsætt,
Declarations
- Ísland má aldrei gerast aðili að Evrópusambandinu án þess að aðildarsamningurinn fari í þjóðaratkvæðagreiðslu eftir að hann hefur verið kynntur þjóðinni með hlutlausum hætti.
- Gangi Ísland í Evrópusambandið skal það vera eitt kjördæmi í kosningum til Evrópuþingsins.
- Gangi Ísland í Evrópusambandið skal íslenska vera eitt af opinberum tungumálum þess.
- Ef aðildarviðræður um inngöngu Íslands í Evrópusambandið stöðvast, eða aðild verður hafnað af öðrum hvorum aðila, þarf að leitast við endurskoðun á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, til að tryggja betur sjálfsákvörðunarrétt Íslands. Ótækt er að Ísland þurfi að taka upp stóran hluta af Evrópskri löggjöf í gegnum viðskiptasamning án þess að fá fulltrúa eða áheyrn.
- Skilyrði Pírata fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið eru undanþága frá upptöku á gagnageymdartilskipuninni (2006/24/EC) og reglugerð um fullnustu óáskoraðra krafna (1869/2005/EC), þar sem annars yrði gengið gegn grundvallarmannréttindum.
Tillaga þessi hefur verið samþykkt með atkvæðagreiðslu.
Tilheyrandi mál: | Evrópusambandið |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Samþykkt | smari |