Stefna um barna- og ungmennalýðræði
Með tilvísun í
- Grunnstefnu Pírata:
** 2.4 Píratar telja að borgararéttindi tilheyri einstaklingum, og að réttur hvers og eins sé jafn sterkur.
Með hliðsjón af
Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna. 1. mgr. 12. gr:
Aðildarríki skulu tryggja barni sem myndað getur eigin skoðanir rétt til að láta þær frjálslega í ljós í öllum málum sem það varða, og skal tekið réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur þess og þroska.
Nálægðarreglu.
Álykta Píratar svo
Kosningaaldur verði lækkaður í 16 ár.
Auka verður lýðræðisþátttöku barna og ungmenna.
Í því tilliti verði gerð áætlun sem miðar að því að þrepaskipta lýðræðisþátttöku barna samhliða námi, þar sem börnin byrja á lýðræðisþátttöku í nærumhverfi sínu og fái sífellt aukin tækifæri til þátttöku þar til þau fá kosningarétt.
Tilheyrandi mál: | Málefni ungs fólks |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Hafnað | stefanvignir | Tillaga Þórgnýs færð inn eftir beiðni frá honum skv. fundargerð: http://piratenpad.de/p/piratafundur130405 |