Samþykkt: Tillögur af Betra Ísland
Með tilvísan í grunnstefnu Pírata:
6.1 Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá.
6.2 Réttur er tryggður með styrkingu beins lýðræðis og eflingu gegnsærrar stjórnsýslu.
6.3 Píratar telja að draga þurfi úr miðstýringu valds á öllum sviðum og efla þurfi beint lýðræði í þeim formum sem bjóðast.
og með hliðsjón af:
Því að núverandi þingmenn Pírata sammæltustu og gáfu út loforð fyrir kosningarnar vorið 2013 að leggja fram þingmál almennings af vefnum betraisland.is.
Stefnu Pírata um Stjórnskipunarlög sem segir að: "Samþykkja skal frumvarp til stjórnskipunarlaga sem er samhljóða frumvarpi Stjórnlagaráðs í öllum efnisatriðum."
Í tillögum Stjórnlagaráðs segir: "66. gr. Þingmál að frumkvæði kjósenda. Tveir af hundraði kjósenda geta lagt fram þingmál á Alþingi."
Þingmál eru samkvæmt þingsköpum eftirfarandi: Lagafrumvörp, þingsálytkunartillögur, beiðnir um skýrslur og álit, og fyrirspurnir.
álykta Píratar hér með:
að það sé vilji Pírata að þingmenn flokksins leggi fram þingmál af betraisland.is sem uppfylla eftirfarandi skilyrði:
a. Fyrirspurn sem flestir styðja í byrjun hvers mánaðar, og hefur að lágmarki 100 stuðningsmenn.
b. Beiðni um skýrslur sem flestir styðja í byrjun hvers haust-, vetrar- og vorþings ár hvert, og hefur að lágmarki 500 stuðningsmenn.
c. Þingsályktunartillögu sem flestir styðja í byrjun hvers haust- og vetrarþings, og hefur að lágmarki 1000 stuðningsmenn.
d. Lagafrumvörp sem flestir styðja í byrjun hvers haustþings, og hefur að lágmarki stuðning fjölda sem samsvarar 2% kjósenda.
Hafi ekkert mál náð lágmarksfjölda stuðningsmann fyrir byrjun uppgefinna tímabila gildir sú regla að það mál sem fyrst nær lágmarksfjölda sé tekið fyrir það tímabil.
Tilheyrandi mál: | Tillögur af Betra Ísland |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Samþykkt | stefanvignir | Upprunaleg útgáfa skjalsins |