Tillaga: Varnarmál
Assumptions
- þarfarinnar á auknu varnarsamstarfi við norðurlönd, með það að markmiði að hætta að einblína eingöngu á varnarsamstarf í gegnum NATO.
- eðlilegrar hlutverkaskiptingar milli borgaralegra löggæslustofnanna og stofnana sem berjast gegn óvinum ríkisins,
- þarfarinnar á verndun borgaralegra réttinda með því að gera greinarmun á varnarmálahlutverki og löggæsluhlutverki,
- þarfarinnar á að Íslendingar séu upplýstir um þá staðreynd að Ísland á sér sögu í framleiðslu hergagna og hráefna til framleiðslu þeirra.
Declarations
- Gera á heildarúttekt á upplýsingaöryggi ríkisins, þá sérstaklega með tilliti til öryggis í tölvukerfum stjórnarráðsins, Alþingis, og dómsstóla, sem og tölvukerfi almennings.
- Gera þarf áhættumat og skilgreina þarf hverjir, ef einhverjir, teljast óvinir ríkisins og gera viðbragðsáætlanir samkvæmt áhættumatinu
- Hafna skal hernaðaruppbyggingu á Íslandi, í Norður-Atlantshafi og Íshafinu.
- Stuðla skal að stórauknu samstarfi með nágrannaþjóðum okkar þegar kemur að eftirliti með landhelgi, lofthelgi og efnahagslögsögu, sem og björgunarstörfum á Norður-Atlantshafinu og Íshafinu.
- Auka þarf fjárveitingar til Landhelgisgæslunnar, með það að markmiði að stofnunin þurfi ekki að afla sértekna með verkefnum erlendis, á kostnað verkefna innanlands.
- Óháð aðild Íslands að Evrópusambandinu skal ríkislögreglustjóri og íslenska tölvuöryggisviðbragðsteymið (CERT) hefja samvinnu við Net- og upplýsingaöryggisstofnun Evrópusambandsins (ENISA) varðandi netvarnir.
Enn er þetta einungis tillaga sem hefur ekki verið samþykkt með atkvæðagreiðslu.
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Samþykkt | smari | |
2 | Tillaga | sporri | Taka burt allt um Landhelgisgæsluna. Hún er hluti af löggæslunni og hefur engan varnarlegan tilgang. http://www.althingi.is/lagas/140a/2006052.html Skerpa á því að hernaðaruppbygging á Íslandi sé ekki inni í myndinni. |