Um starf stjórnarskrárnefndar

Tillaga þessi hefur verið samþykkt með atkvæðagreiðslu.

Ofangreind tillaga er lögð fyrir kosningakerfi Pírata vegna þess að önnur tillaga var lögð fram þess efnis að Píratar taki afstöðu gagnvart drögum að tillögum nústarfandi stjórnarskrárnefndar um breytingar á stjórnarskrá Íslands eins og þær liggja fyrir nú.

Við sem stöndum að baki þessari tillögu teljum það ganga gegn ofangreindum ákvæðum grunnstefnu Pírata um upplýstar ákvarðanir og óháða stefnumótun að taka afstöðu með eða á móti tillögum sem eru í vinnslu og ekki hafa birst í endanlegri mynd. Eðlilegt er að taka afstöðu með tillögum þegar þær liggja fyrir.

Þá er ómögulegt að taka upplýsta ákvörðun um tillögur sem eru ekki til enda ekki fullmótaðar og óvíst hversu mikið efnisinnihald þeirra mun breytast.

Þá er vafasamt að kosningakerfi Pírata sé notað í annað en stefnumótandi tilgangi fyrir ákveðinn málefnaflokk og eðlilegast að Píratar skýri frekar hvað felist í stefnu samkvæmt lögum Pírata. Óljóst þykir hvort tilskipun um atferli nefndarmanns Pírata á Alþingi í tiltekinni nefnd geti talist stefna. Færa mætti rök fyrir því að slíkar tilskipanir séu ekki stefna í neinum skilningi og þar af leiðandi ótækar á kosningarkerfi Pírata almennt.

Í ljósi þeirrar stöðu að vafi leikur á um lögmæti þeirrar stefnu sem fyrir liggur í kosningakerfinu, er þessi stefna lögð fram sem andsvar við þeim vinnubrögðum. Tilgangur hennar er að Píratar geti einnig tekið afstöðu til þessara tillögu þar sem hin tillagan liggur einnig fyrir.

Málsnúmer: 3/2016
Tillaga:Um starf stjórnarskrárnefndar
Höfundur:odin
Í málaflokkum:Lýðræði
Upphafstími:20/01/2016 20:52:45
Umræðum lýkur:03/02/2016 00:00:00 (0 mínútur)
Atkvæðagreiðsla hefst:27/01/2016 00:00:00 (0 mínútur)
Atkvæðagreiðslu lýkur:03/02/2016 00:00:00 (0 mínútur)
Atkvæði: 107 (9 sitja hjá)
Já: 64 (59.81%)
Nei: 43
Niðurstaða:Samþykkt
Meirihlutaþröskuldur:50.00%

Umræða

Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.