Varðandi stjórnarskrá Íslands
Tillögu þessari hefur verið hafnað með atkvæðagreiðslu.
Málsnúmer: | 6/2016 |
---|---|
Tillaga: | Varðandi stjórnarskrá Íslands |
Höfundur: | odin |
Í málaflokkum: | Lýðræði |
Upphafstími: | 31/01/2016 20:56:14 |
Umræðum lýkur: | 14/02/2016 20:56:14 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 07/02/2016 20:56:14 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 14/02/2016 20:56:14 (0 minutes) |
Atkvæði: | 39 (4 sitja hjá) |
Já: | 18 (46,15%) |
Nei: | 21 |
Niðurstaða: | Hafnað |
Meirihlutaþröskuldur: | 50,00% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Tillaga lögð fram varðandi stjórnarskrá Íslands á fundi Pírata í Tortuga 19.janúar 2016.
Píratar álykta:
Píratar eiga ekki að samþykkja þau 4 ákvæði í gömlu stjórnarskrá Íslands sem forsætisráðherra Íslands fól nefnd allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á á Alþingi íslendinga að vinna í, á þessu kjörtímabili.
- Píratar eiga að virða þá vinnu sem framkvæmd var á 1000 manna þjóðfundi sem haldin var í Laugardagshöll 14. nóvember 2009. Það er í anda grunnstefnu pírata fara að vilja fólksins.
- Píratar eiga að virða þá stjórnskipan sem 25 manna stjórnlagaráð skipað af Alþingi íslendinga og starfaði, með aðstoð innlendra og erlendra sérfræðinga og afhenti forseta Alþingis 29.júli 2011 .
- Píratar eiga að virða þjóðaratkvæðagreiðsluna 20 október 2012.