Fjármagnstekjuskattur

Tillaga þessi hefur verið samþykkt með atkvæðagreiðslu.

GREINARGERÐ

Skatttekjur ríkissjóðs af einstaklingum, að fjármagnstekjukatti meðtöldum, eru um 170 milljarðar á ári. Fjármagnstekjuskattur (fjármunatekjuskattur) er nú 20% og áætlað er að hann skili ríkissjóði 30 milljörðum á fjárlögum 2016. Væri skatturinn hækkaður í 30% má búast við að þessi tekjuliður skili 15 milljörðum hærri upphæð, eða samtals 45 milljörðum. 30% fjármunatekjuskattur er algengt skatthlutfall meðal nágranna okkar og skatturinn tiltölulega lágur á Íslandi miðað við það. Hafa ber í huga að skv. skattframtölum eiga ríkustu 10-11%íslendinga 70-75% af eignum landsmanna, þannig að ætla má að nær öll hækkunin yrði borin af breiðustu bökum þjóðfélagsins. Heimild http://www.ruv.is/frett/rikasta-prosentid-a-naer-fjordung-audsins Fjármagnstekjuskattur í Evrópu og víðar. Píratar gera ráð fyrir að frítekjumark verði tekið upp til að hlífa smærri fjármagnseigendum.

https://en.wikipedia.org/wiki/Capitalgainstax#Finland
http://attavitinn.is/peningar/laun-og-skattur/ordabokin/fjarmagnstekjuskattur

Áætlaðar árlegarviðbótartekjur ríkissjóðs af þessari aðgerð eru 15 milljarðar.

Málsnúmer: 31/2016
Tillaga:1 Fjármagnstekjuskattur
Höfundur:mordur
Í málaflokkum:Fjárlög, ríkisfjármál og opinber innkaup
Upphafstími:27/05/2016 15:17:23
Atkvæðagreiðsla hefst:03/06/2016 15:17:23 (0 mínútur)
Atkvæðagreiðslu lýkur:10/06/2016 15:17:23 (0 mínútur)
Atkvæði: 127 (10 sitja hjá)
Já: 72 (56.69%)
Nei: 55
Niðurstaða:Samþykkt
Meirihlutaþröskuldur:50.00%

Umræða

Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.