Íslandsbanki seldur

Tillögu þessari hefur verið hafnað með atkvæðagreiðslu.

GREINARGERÐ

Með sölu Íslandsbanka er tekist á við hinn gríðarlega halla á lífeyriskerfi LSR og mögulega sveitarfélaga en sú tala er í heild tæpir 600 milljarðar. Skynsamlegt væri að fjárfesta fjármuni LSR alla erlendis sem og að selja Íslandsbanka erlendum banka. Þetta eykur áhættudreifingu LSR og Íslands, dregur úr ofhitnun í litlu hagkerfi og eykur samkeppni á bankamarkaði. http://www.fme.is/media/frettir/Lifeyrissjodir-2013---kynning.pdf . Þegar þetta er skrifað bendir allt til að lífeyrissjóðir muni kaupa Arion Banka.

Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga 2016 "8.1.:Beinar skuldbindingar ríkissjóðs. Ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs hækkuðu úr 407,7 mia.kr. í 435,6mia.kr. á árinu 2014 eða um 27,9 mia.kr. Þær hækkuðu lítillega sem hlutfall af vergri landsframleiðslu(VLF) úr 21,7% í 21,9%. Af lífeyrisskuldbindingum ríkissjóðs eru 366,0mia.kr. vegna B–deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) og 45,2 mia.kr. vegnaLífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga. Í ársskýrslu A–deildar LSR fyrir árið 2014 kemur fram aðtryggingafræðileg heildarstaða hafi þá verið neikvæð um 9,6% eða sem svarar til 55,6mia.kr. en áfallin staða verið jákvæð um 4,8 mia.kr. Til lengri tíma litið er ljóst að bæta þarfheildarstöðu A–deildar sjóðsins með hækkun iðgjalda eða öðrum aðgerðum." https://www.althingi.is/altext/pdf/145/s/0001.pdf

Hér má búast við að möguleiki verði á að standa við lífeyrisskuldbindingar sem ríkissjóður hefur gert og koma í veg fyrir frekari skerðingar á réttindum sjóðsfélaga. Þar sem Lífeyrissjóður Rikisstarfsmanna er undir rikjandi kringumstæðum í raun gegnumstreymissjóður mun þetta lækka raunframlög ríkissjóðs til sjóðsins auk þessa að laga tryggingafræðilega stöðu verulega.

Fréttatilkynning LSR 2015: Hvað B-deild LSR varðar þarf ríkissjóður að standa að fullu undir greiðslu lífeyris úr sjóðnum frá og með árinu 2030. Samkvæmt sjóðsstreymisgreiningu verða greiðslur ríkissjóðs vegna bakábyrgðar að meðaltali 10,6 milljarðar kr. á ári næstu 5 árin eftir að sjóðurinn tæmist, miðað við verðlag í árslok 2014, en fara svo lækkandi. Á sama tíma munu tekjur B-deildar LSR vegna hlutdeildar launagreiðenda í lífeyrisgreiðslum nema tæpum 13,1 milljarði kr. að meðaltali en stærstur hluti þeirrar fjárhæðar kemur úr ríkissjóði.http://www.lsr.is/um-lsr/utgafa/frettir/nr/479
http://www.visir.is/tharf-ad-setja-skuldbindingar-lsr-inn-i-fjarlog/article/2013707189963
Heimild,Fjármálaeftirlitið:http://www.fme.is/media/frettir/Lifeyrissjodir-2013---kynning.pdf

Áfallin tryggingafræðileg staða 2013 Samtals: -596 milljarðar verður að miklu leyti löguð með þessari aðgerð
Áætlaður árlegur sparnaður rikissjóðs vegna þessa: 20 milljarðar

Málsnúmer: 38/2016
Tillaga:8 Íslandsbanki seldur
Höfundur:mordur
Í málaflokkum:Fjárlög, ríkisfjármál og opinber innkaup
Upphafstími:27/05/2016 15:20:50
Atkvæðagreiðsla hefst:03/06/2016 15:20:50 (0 minutes)
Atkvæðagreiðslu lýkur:10/06/2016 15:20:50 (0 minutes)
Atkvæði: 104 (4 sitja hjá)
Já: 27 (25,96%)
Nei: 77
Niðurstaða:Hafnað
Meirihlutaþröskuldur:50,00%

Umræða

Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.