Tollar og innflutningshömlur á matvæli
Málsnúmer: | 59/2016 |
---|---|
Tillaga: | Tollar og innflutningshömlur á matvæli |
Höfundur: | elinyr |
Í málaflokkum: | Landbúnaður |
Upphafstími: | 13/07/2016 16:48:19 |
Umræðum lýkur: | 13/07/2016 16:48:18 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 20/07/2016 16:48:18 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 27/07/2016 16:48:18 (0 minutes) |
Atkvæði: | 93 (1 sitja hjá) |
Já: | 70 (75,27%) |
Nei: | 23 |
Niðurstaða: | Samþykkt |
Meirihlutaþröskuldur: | 50,00% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Með tilvísun til grunnstefnu Pírata:
1.1 Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir.
Með hliðsjón af:
Tillögur Samráðsvettvangs um aukna hagsæld– Sjá almennar tillögur og tillögur varðandi auðlindageirann, sjá bls. 249
Álykta Píratar:
Tollar á matvælum og innflutningshömlur aðrar en af heilbrigðisástæðum, lækki í áföngum og falli að lokum niður.
Kröfur til heilnæmis og öryggis matvæla sem og dýravelferðar séu sambærilegar, óháð upprunalandi.
Upplýsingar um framleiðsluland matvæla komi fram á neytendapakkningum.
Greinargerð
Gott er að skoða þessa tillögu í samhengi við tillögu um nýja landbúnaðarstefnu, sem fer samhliða þessari tillögu inn í kosningakerfið.
Vegna aðildar EES samningsins og sambands Íslands við Evrópu er gert ráð fyrir að lækkun tollverndar og að lokum niðurfelling verði unnin á forsendum EES samningsins.
Stuðningur við landbúnaðinn](https://betrilandbunadur.is.wordpress.com/heildarstudningur) og úrvinnslugreinar á Íslandi er með því mesta sem gerist í heiminum:
- Stuðningur skattgreiðenda á fjárlögum er um 14 milljarða kr. á ári (B)*.
- Stuðningur neytenda við bændur „við búhlið“ er um 10 milljarða kr. á ári og við slátrun- og vinnslu um 12,5 milljarða kr. á ári, samtals rúmir 22 milljarðar kr. á ári (A)*.
- Samtals er stuðningur við landbúnaðinn um 36 milljarða kr. á ári.
A. Byggt á upplýsingum frá OECD fyrir árið 2014, uppfært með magni fyrir 2015 skv. Hagstofu auk eigin útreikninga flutningsmanns, borið undir forstöðumanna Hagfærðistofnunar HÍ og prófessor í hagfræði við HÍ.
B. Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2016
Við niðurfellingu matartollanna getur verð á viðkomandi matvörum lækkað um 35% að meðaltali (https://betrilandbunadur.is.wordpress.com/verd-a-matvoru-getur-laekkad)
Matarútgjöld á mann lækka þá um 70 þúsund kr. á ári. Stórar barnafjölskyldur hagnast mest á breytingunni en einnig fátækir lífeyrisþegar og barnafjölskyldur.
Fjölbreyttni matvæla og gæði munu batna með frjálsum innflutningi. Ef marka má það sem gerðist þegar opnað var á tollfrjálsan innfluting grænmetis árið 2003 mun söluverð innfluttra vara í búðum lækka, bæði innfluttra og innlendra og vöruþróun batna. Neytendur eru, margir hverjir tilbúnir að borgar meira verð fyrir betri vöru sem þeir þekkja, þó hún sé dýrari. Aðrir færa sig yfir í ódýrari vöru.
Ferðaþjónustan mun njóta góðs af lækkuðu matvælaverði því matarverð og verð á veitingastöðum hefur áhrif á fjölda ferðamanna.
Vísitölutryggð lán munu hækka allt að 2% minna en ella vegna lækkunar raunverðlags.
Bændur í landinu eru um 3.200 þar af um 2.000 sauðfjárbændur, 650 nautgripabændur, 855 hrossabændur, 139 plöntubændur, 27 kjúklingabændur, 23 svínabændur, 14 eggjabændur. Stuðningur á hvert bú er samtals um 11 milljónir króna á ári (https://drive.google.com/file/d/0B6H4wZqyQeY3eFVmQ2lyWmJzcXM/view)
Af heildarstuðningi á hvert bú eru árlega að meðaltali um 4 milljónir á fjárlögum og 7 milljónir kr. neytendastuðningur sem fólginn er í hærri matarverðum vegna tollverndarinnar, en rúmlega helmingur neytendastuðningsins lendur hjá matvælavinnslunum. Mestur er stuðningurinn við kjúklingabúin um 192 milljónir kr. á bú á ári, svínabúin um 77 milljónir kr. á bú og eggjabúin um 44 milljónir kr. á bú á ári að meðaltali að neytendastuðningi við vinnslugreinar meðtöldum.
Í heild eru afleidd störf af landbúnaði tæplega 6.000 samkvæmt úttekt Hagfræðistofnunar árið 2009 (http://hhi.hi.is/sites/hhi.hi.is/files/C-Series/2009/C09_01.pdf)
Flest störfin eru þess eðlis að þau munu halda áfram þó opnað verði á tollfrjálsan innflutning matvöru, svo sem sala matvöru í verslunum og blóma í blómabúðum. Í slátrun og vinnslu eru um 1.000 störf og í mjólkuriðnaði eru um 500 störf.
Ekki þarf að óttast hrun í landbúnaði þó tollvernd minnki og hverfi að lokum. Mest verða áhrifin á svína og kjúklingabændur, en þeir eru bara um 50 samtals, auk þeirra sem vinna í úrvinnslugreinum.
Hugsanleg tapast um 30% eða 500 störf í matvæla- og mjólkurvinnslum, flest á SV horninu eða nálgæt því. Talsverð eftirspurn er eftir vinnuafli t.d. í ferðaþjónustu og óþarfi að gera ráð fyrir auknu atvinnuleysi.
Eins og greint er frá hér á undan kostar það samfélagið gríðarlegrar upphæðir tillöglulega fá störf. Það er því meira en réttlætanlegt ráðst í umbætur og að samfélagið styðji sérstaklega við þá sem verða fyrir röskun við lækkun og niðurfellingu tollverndarinnar með stuðningi við ný atvinnutækifæri á viðkomandi svæði o.fl.
Með gagnkvæmum samningum með matvæli við Evrópusambandið opnast 550 milljón manna markaður fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir. Skyr er vinsæl vara á erlendum mörkuðum og fleiri munu væntanlega bætast við.
Stuðningur í Danmörku og Finnlandi er um 3 milljórnir kr. á bú. Þar er engin tollvernd gagnvart öðrum Evrópuþjóðum því innflutningur er tollfrjáls milli ESB landa.
Umsagnir um búvörsamningana( http://www.althingi.is/thingstorf/thingmalin/erindi/?ltg=145&mnr=680) sem liggja fyrir Alþingi árið 2016 sýna almenna óánægju með samningana sem gilda eiga til 10 ára. Í umsögn Neytendasamtakanna segir m.a.: „Hugmyndir sem liggja að baki nýjum búvörusamningi ganga gegn hagsmunum neytenda, samningurinn þjónar ekki
langtímahagsmunum búvöruframleiðslu, hann styrkir ekki stöðu bænda og engar tryggingar eru
fyrir því að hann styrki uppbyggilega byggðaþróun í landinu.“
Samhliða þessari tillögu er gerð sjálfstæð tillaga um nýja landbúnaðarstefnu og niðurfellingu eldri stefnumála sem skarast.