Niðurfelling fyrri landbúnaðarstefnu
Málsnúmer: | 60/2016 |
---|---|
Tillaga: | Niðurfelliing fyrri landbúnaðarstefnu |
Höfundur: | elinyr |
Í málaflokkum: | Landbúnaður |
Upphafstími: | 13/07/2016 16:50:34 |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 20/07/2016 16:50:34 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 27/07/2016 16:50:34 (0 minutes) |
Atkvæði: | 84 (1 sitja hjá) |
Já: | 45 (53,57%) |
Nei: | 39 |
Niðurstaða: | Samþykkt |
Meirihlutaþröskuldur: | 50,00% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Með tilvísun til grunnstefnu Pírata:
1.1 Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir.
2.4 Píratar telja að borgararéttindi tilheyri einstaklingum og að réttur hvers og eins sé jafn sterkur.
6.3 Píratar telja að draga þurfi úr miðstýringu valds á öllum sviðum og efla þurfi beint lýðræði í þeim formum sem bjóðast.
Með hliðsjón af:
- Núverandi stefnu um Landbúnaðarmál, dags. 26. mars 2013.
- Tillaga að nýrri landbúnaðarstefnu, dags. 5.7.2016.
Álykta Píratar:
Áður samþykkt stefna um Landbúnaðarmál (http://x.piratar.is/issue/71) frá 26. mars 2013, fellur niður verði ný tillaga um landbúnaðarstefnu, dags 5.7.2016, samþykkt.
Greinargerð
Samhliða þessari tillögu fer í kosningakerfið tillaga um nýja landbúnaðarstefnu, dags 5.7.2016. Hún er hugsuð sem heildræn stefna fyrir landbúnað á Íslandi.
Fyrri stefna um landbúnaðarmál, frá 26. mars 2013, tekur á nokkrum þáttum landbúnaðarmálanna og kveðjur á um að móta þurfi nýja landbúnaðarstefnu. Sumar greinar í henni sem ekki falla undir nýju landbúnaðarstefnuna en aðrar eiga heima í öðrum stefnum.
Því er lagt til að gamla stefnan falli niður, verði sú nýja samþykkt.