Stefna: Hæfi aðstoðarmanna ráðherra
Málsnúmer: | 64/2016 |
---|---|
Tillaga: | Stefna: Hæfi aðstoðarmanna ráðherra |
Höfundur: | elinyr |
Í málaflokkum: | Gagnsæi |
Upphafstími: | 26/07/2016 18:07:14 |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 02/08/2016 18:07:14 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 09/08/2016 18:07:14 (0 minutes) |
Atkvæði: | 126 (6 sitja hjá) |
Já: | 44 (34,92%) |
Nei: | 82 |
Niðurstaða: | Hafnað |
Meirihlutaþröskuldur: | 50,00% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Stefna um: Hæfi aðstoðarmanna ráðherra
Með vísan til grunnstefnu Pírata:
1.1. Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir.
4.1. Gagnsæi snýst um að opna hina valdameiri gagnvart eftirliti hinna valdaminni.
4.2. Píratar telja að gagnsæi eigi mikilvægan þátt í að almenningur sé upplýstur og þar
af leiðandi hæfur til lýðræðislegrar ákvarðanatöku.
Með hliðsjón af:
• Grunnstefnu Pírata með vísun í lög nr. 37/1993. Stjórnsýslulög og lög nr.115/2011 um stjórnarráð Íslands.
Álykta Píratar á Vesturlandi að:
· Ráðherra sé eingöngu heimilt að ráða til sín aðstoðarmenn/konur sem hafa menntun og eða reynslu í þeim málaflokkum sem ráðuneyti hans fer með.
· Hæfisreglur stjórnsýsluréttar verði hafðar til hliðsjónar við ráðningu aðstoðarmanna ráðherra.
· Ekki sé ráðherra heimilt að ráða til sín aðstoðarmenn eingöngu á grundvelli pólitískra tengsla.
Hæfi aðstoðarmanna ráðherra:
Ráðning aðstoðarmanna/konu út frá hæfni og menntun.
Rökstuðningur:
Það ætti að vera eðlileg krafa almennings að þeir sem taka mikilvægar ákvarðanir er varðar líf fólksins í landinu hafi þekkingu og reynslu á þeim málaflokkum sem þar koma inn.
Jafnframt er líklegt að ekki komi til árekstra eða aukins kostnaðs ráðuneyta hvað varðar aðkeypta ráðgjöf, sé sá aðili sem fer með hlutverk aðstoðarmanns t.d.dómsmálaráðherra með menntun og eða reynslu í þeim málaflokkum sem falla undir
það ráðuneyti.
Færa má rök fyrir því að það samræmist ekki góðum stjórnsýsluháttum að aðili sé
ráðinn í stöðu aðstoðarmanns ráðherra út frá stöðu sinni og tengsla sinna innan stjórnmálaflokks.
Stefna þessi vísar til þeirrar skyldu að þegar kemur að því að ráðherra ráði til sín aðstoðarmenn/konu skal það gert í samræmi við hæfisreglur laga nr. 37/1993 stjórnsýslulög.
Fltm. Hafsteinn Sverrisson. Gunnar Jökull Karlsson. Hinrik Konráðsson.
Samþykkt einróma á félagsfundi þann 14.júlí 2016