Breyting á stefnu um samskipti ráðherra og Alþingis
Hraðkosning vegna stjórnarmyndunar. Sjá fundargerð Framkvæmdaráðs: http://piratepad.be/p/frmkvr%C3%A1%C3%B0_22.11.16
Málsnúmer: | 77/2016 |
---|---|
Tillaga: | Breyting á stefnu um samskipti ráðherra og Alþingis |
Höfundur: | mordur |
Í málaflokkum: | Stjórnsýsla og lýðræði |
Upphafstími: | 26/11/2016 12:00:45 |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 26/11/2016 18:00:00 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 27/11/2016 18:00:00 (0 minutes) |
Atkvæði: | 244 (1 sitja hjá) |
Já: | 216 (88,52%) |
Nei: | 28 |
Niðurstaða: | Samþykkt |
Meirihlutaþröskuldur: | 50,00% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Með tilvísun til:
- Gr 1.3 í grunnstefnu Pírata: “Fyrri ákvarðanir Pírata þurfa alltaf að geta sætt endurskoðun.”
Álykta Píratar að stefnu um samskipti ráðherra og Alþingis sem nú hljóðar svo: “að Píratar skuli ekki eiga aðild að ríkisstjórn þar sem ráðherrar sitji jafnframt sem þingmenn.” skuli breytt og skuli eftirleiðis hljóða svo: “Ráðherrar Pírata skulu einungis sitja á Alþingi samkvæmt embættisstöðu sinni sem ráðherrar en ekki sem þingmenn.”
Tilvísanir í grunnstefnu, stefnu Pírata og það sem til hliðsjónar var haft við gerð hinnar upprunalegu stefnu skal standa óbreytt. Stefnan verði í heild sinni eins og hér fer á eftir:
“Með tilvísun til:
- gr. 6.2 í grunnstefnu Pírata um eflingu gagnsærrar stjórnsýslu,
stefnu Pírata um stjórnskipunarlög
og með hliðsjón af:
- fyrstu grein laga nr. 33/1944,
- fyrstu grein frumvarps á þingskjali 510/141
- '89. grein frumvarps á þingskjali 510/141'
álykta Píratar:
- Ráðherrar Pírata skulu einungis sitja á Alþingi samkvæmt embættisstöðu sinni sem ráðherrar en ekki sem þingmenn.”