Frjáls hugbúnaður í stjórnsýslunni og menntakerfinu
Tillaga þessi hefur verið samþykkt með atkvæðagreiðslu.
Píratar eru hrifnir af frjálsum hugbúnaði og skilja þær efnahagslegu forsendur sem liggja þar að baki.
Málsnúmer: | 16/2013 |
---|---|
Tillaga: | Frjáls hugbúnaður í stjórnsýslunni og menntakerfinu |
Höfundur: | stefanvignir |
Í málaflokkum: | Fjárlög, ríkisfjármál og opinber innkaup |
Upphafstími: | 14/02/2013 16:16:12 |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 26/02/2013 16:16:12 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 04/03/2013 16:16:12 (0 minutes) |
Atkvæði: | 25 |
Já: | 25 (100,00%) |
Nei: | 0 |
Niðurstaða: | Samþykkt |
Meirihlutaþröskuldur: | 50,00% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Assumptions
- Stefnu Pírata um gegnsæi og ábyrgð nr. 4.3: „Upplýsingar eiga að vera aðgengilegar almenningi“.
- Háum kostnaði sem ríkið verður fyrir vegna innleiðingar á og notkunar á sérleyfishugbúnaði.
- Góðum árangri Landgræðslu Ríkisins þegar kemur að innleiðingu og notkun á frjálsum hugbúnaði.
- Þeirri staðreynd að hagkvæmara er fyrir þjóðfélagið í heild sinni að nýta það fjármagn sem í dag fer í leyfisgjöld á sérleyfishugbúnaði í þjónustu tengdri frjálsum hugbúnaði og aðlögun á honum.
Declarations
- Allur sá hugbúnaður sem gerður er, eða er aðlagaður sérstaklega fyrir stjórnsýsluna og menntastofnanir skal vera gefinn út og gerður aðgengilegur undir frjálsu leyfi.
- Breytingar sem gerðar eru á frjálsum hugbúnaði á vegum opinberra aðila skulu alltaf vera gerðar opinberar í samræmi við leyfin sem hann er gefinn út undir.
- Að minnsta kosti helmingur þess fjármagns sem stjórnsýslan og menntastofnanir eyða í dag í leyfisgjöld og stuðning fyrir sérleyfishugbúnað skal vera nýttur í stuðning við og aðlögun á frjálsum hugbúnaði eftir að hann hefur verið tekinn upp.
- Leggja ætti ríka áherslu á að opinberir styrkir til hugbúnaðarþróunar fari til þróunar á frjálsum hugbúnaði.