Landbúnaðarmál
Þetta mál var samþykkt inn í kerfið á félagsfundi Pírata 26. mars 2013.
Hér er m.a. fjallað um styrkjakerfið, nýliðun og sjálfbæra orku í landbúnaði.
Málsnúmer: | 33/2013 |
---|---|
Tillaga: | Landbúnaður |
Höfundur: | smari |
Í málaflokkum: | Landbúnaður |
Upphafstími: | 27/03/2013 00:57:28 |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 08/04/2013 00:57:29 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 14/04/2013 00:57:29 (0 minutes) |
Atkvæði: | 41 (2 sitja hjá) |
Já: | 39 (95,12%) |
Nei: | 2 |
Niðurstaða: | Samþykkt |
Meirihlutaþröskuldur: | 50,00% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Með hliðsjón af:
Grunnstefnu Pírata gr. 2.4: Píratar telja að borgararéttindi tilheyri einstaklingum, og að réttur hvers og eins sé jafn sterkur.
Grunnstefnu Pírata gr. 6.3: „Píratar telja að draga þurfi úr miðstýringu valds á öllum sviðum og efla þurfi beint lýðræði í þeim formum sem bjóðast.“
Þeirri staðreynd að endurnýjun í landbúnaði á Íslandi er lítil og fáliðun mikil (Heimild: Hagstofa Íslands, Laun, tekjur og vinnumarkaður 1991-2012)
Álykta Píratar hér með:
Stefnt verði á að landbúnaður verði jafnvel sjálfum sér nógur um orku t.d. með framleiðslu á lífrænu eldsneyti úr úrgangsefnum landbúnaðarframleiðslu.
Lítil nýliðun er í landbúnaði á Íslandi. Píratar vilja að auðveldara verði fyrir unga bændur að komast inn í greinina t.d. með hagstæðum lánum til jarðarkaupa og stækkunar búa ásamt hagstæðri langtímaleigu eða kaupleigusamningum á ríkisjörðum.
Garðyrkjubændur borgi sama verð fyrir raforku og aðrir stórnotendur.
Styrkjakerfi landbúnaðarins verður að endurskoða frá grunni. Draga þarf úr framleiðslustyrkjum, sér í lagi til stórra iðnaðarbýla og einbeita sér frekar að skattaafslætti, verkefnatengdum styrkjum til framþróunar og frumkvöðlastarfsemi til sveita og í hinum dreifðu byggðum landsins.
Vernda skal séríslenska búfjárstofna; s.s. forystufé, landnámshænur og sér í lagi íslensku geitina t.d. með því að veita styrk af ákveðinni upphæð fyrir hverja skepnu upp að vissu marki.