Kosningaaldur
| Málsnúmer: | 37/2013 |
|---|---|
| Tillaga: | Kosningaaldur |
| Höfundur: | stefanvignir |
| Í málaflokkum: | Lýðræði |
| Upphafstími: | 01/04/2013 15:31:46 |
| Atkvæðagreiðsla hefst: | 13/04/2013 15:31:46 (0 minutes) |
| Atkvæðagreiðslu lýkur: | 19/04/2013 15:31:46 (0 minutes) |
| Atkvæði: | 42 (3 sitja hjá) |
| Já: | 40 (95,24%) |
| Nei: | 2 |
| Niðurstaða: | Samþykkt |
| Meirihlutaþröskuldur: | 50,00% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Með tilvísun í grunnstefnu Pírata
> 1.1 Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir.
> 2.1 Píratar beita sér fyrir eflingu og verndun borgararéttinda.
> 2.2 Útvíkkun borgararéttinda skal miða að styrkingu annarra réttinda.
> 2.4 Píratar telja að borgararéttindi tilheyri einstaklingum, og að réttur hvers og eins sé jafn sterkur.
> 4.5 Til að einstaklingur geti borið ábyrgð þarf hann að hafa getu til að taka ákvarðanir.
> 4.6 Píratar telja að allir hafi óskoraðan rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða eigin málefni, og rétt til vitneskju um það hvernig slíkar ákvarðanir hafi verið teknar.
> 6.1 Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá.
> 6.2 Réttur er tryggður með styrkingu beins lýðræðis og eflingu gegnsærrar stjórnsýslu.
Álykta Píratar hér með:
Að kosningaaldur og kjörgengi verði miðað við að viðkomandi verði 18 ára á árinu.
Að menntakerfi samfélagsins skuli gegna fræðsluskyldu um lýðræði og kosningar (lýðræðisfræðsla).
Að efla skuli alþingi unga fólksins.