Lánasjóður íslenskra námsmanna
Málsnúmer: | 43/2013 |
---|---|
Tillaga: | Lánasjóður íslenskra námsmanna |
Höfundur: | stefanvignir |
Í málaflokkum: | Menntamál |
Upphafstími: | 20/04/2013 21:38:57 |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 23/04/2013 15:24:18 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 29/04/2013 15:24:18 (0 minutes) |
Atkvæði: | 30 (2 sitja hjá) |
Já: | 29 (96,67%) |
Nei: | 1 |
Niðurstaða: | Samþykkt |
Meirihlutaþröskuldur: | 50,00% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Með tilvísun í grunnstefnu Pírata:
gr. 2.1 Píratar beita sér fyrir eflingu og verndun borgararéttinda.
gr. 2.4 Píratar telja að borgararéttindi tilheyri einstaklingum, og að réttur hvers og eins sé jafn sterkur.
gr 6.1 Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá.
Álykta Píratar eftirfarandi:
Grunnframfærslan skal leiðrétt og miðuð við eðlilegar fjárþarfir fólks í námi.
Grunnframfærsluna skal ekki skerða þótt námsmaður vinni enda greiðir námsmaður í vinnu skatt.
Hver einstaklingur hefur rétt á að fá lán til 10 ára (20 annir) í heildina og hefur sá rétt á að nýta sér lánið þegar og í þeirri röð sem hann kýs.
Námsmaður þarf að skila 18 einingum á önn miðað við núverandi ETCS kerfi og skili hann þeim fjölda eininga fær hann fullt lán. Hann skal hafa 10 ár til að klára námið sem lækkar um 0,5 ár fyrir hverja önn sem hann tekur lán.
Lánin skulu greidd fyrirfram í stað þess að vera greidd eftir á með tilheyrandi styrkjum til bankastarfsemi.
Námsmaður í framhaldsskólanámi sem er 18 ára eða eldri skal hafa rétt á að taka námslán fyrir náminu sínu.
Lán fyrir framhaldsskólanám skal ekki skerða rétt til láns fyrir nám á háskólastigi.
Grunnframfærsla námsmanns í útlöndum skal miðast við landið sem námsmaður stundar nám í en ekki þá grunnframfærslu sem notuð er á Íslandi þar sem krossgengi er misjafnt eftir tímapunktum.
Námsmaður sem lýkur námi á réttum tíma skal fá láninu breytt í styrk að ákveðnu marki.
Ef námsmaður lýkur ekki viðunandi námsárangri (18) einingum á önn getur hann sótt um svigrúm. Svigrúmið miðast við núverandi reglur LÍN um svigrúm. Svigrúmið hafi ekki áhrif á námstyrk.
Erlendir ríkisborgarar sem hafa skattaheimili á Íslandi hafa rétt á að sækja um lán til LÍN.