Gagnahópur - Alþingiskosningar 2021

Stutt lýsing

Hlutverk gagnavinnsluhópsins er að aðstoða kosningastjórn og starfsmenn Pírata í að vinna úr gögnum tengdum kosningum og kjósendum.

Nánari lýsing

Dæmi um verkefni sem hópurinn vinnur:

  • Aðstoða Pírata við að öðlast dýpri skilning á því hvaða kjósendur Píratar höfða til og hvað einkennir þann hóp
  • Koma með tillögur til kosningastjórnar um þau gögn sem að Píratar eiga að kaupa aðgang að, svo sem skoðanakannanir, o.þ.h.
  • Aðstoða við að skilgreina hópa sem eigi að hringja út til og hvetja að kjósa
  • Vinna og túlka gögn upp úr skoðanakönnunum og leggja fram tillögur um hvar þurfi að setja meiri fókus
  • Búa til stjórnborð (e: dashboard) fyrir frambjóðendur og kosningastjórn til að skilja framvindu og árangur kosningastarfsins.

Nauðsynlegir hæfileikar

Dæmi um reynslu sem nýtist:

  • Reynsla í að vinna með tölulegar upplýsingar og úrvinnslu úr könnunum
  • Reynsla í R og öðrum forritunarmálum sem nýtast við gagnameðhöndlun
  • Reynsla í viðskiptagreind (e: business intelligence) og predictive analytics
  • Reynsla í meðhöndlun viðkvæmra gagna og í að fylgja og setja persónuverndarkröfur

Nánar

Áætlaður tímafjöldi í viku: 

5

Áætlaður fjöldi vikna: 

10

Sækja um í verkefnið

Vinsamlegast innskráðu þig til að sækja um þetta verkefni.