>

Markaðshópur - Alþingiskosningar 2021

Stutt lýsing

Hlutverk markaðshópsins er að aðstoða kosningastjórn og starfsmenn Pírata í að búa til og vinna með markaðssetningu framboðs Pírata.

Nánari lýsing

Dæmi um verkefni sem hópurinn vinnur:
- Aðstoða við að búa til efni fyrir samfélagsmiðla og tryggja að það dreifist sem víðast
- Aðstoða við að skrifa og lesa yfir greinar fyrir frambjóðendur
- Aðstoða við að þýða efni yfir á önnur tungumál
- Aðstoða við textun efnis á vef Pírata
- Aðstoða við að taka upp og klippa myndbönd frá atburðum Pírata
- Aðstoða við að undirbúa fundir og aðra viðburði sem frambjóðendur Pírata eru að taka þátt í

Nauðsynlegir hæfileikar

Dæmi um reynslu sem nýtist:
- Reynsla í að skrifa greinar um hin ýmsu mál
- Reynsla í prófarkalestri
- Reynsla í þýðingum frá íslensku yfir á ensku, pólsku og önnur algeng tungumál á Íslandi
- Reynsla í Canva, Adobe Photoshop og öðrum myndvinnslukerfum
- Reynsla í Davinci, iMovie, Premier Pro og öðrum myndbandsvinnslukerfum
- Reynsla í upptökum á viðburðum
- Reynsla í að skipuleggja og halda viðburði af ýmsum stærðum

Nánar

Áætlaður tímafjöldi í viku: 

5

Áætlaður fjöldi vikna: 

10

Sækja um í verkefnið

Vinsamlegast innskráðu þig til að sækja um þetta verkefni.