Sjálfboðaliðar - Alþingiskosningar - Höfuðborgarsvæðið

Stutt lýsing

Við erum að leita að sjálfboðaliðum á höfuðborgarsvæðinu til þess að hjálpa til við kosningabaráttuna fyrir Alþingiskosningarnar 2021.

Nánari lýsing

Langar þig að taka þátt í kosningabaráttunni með okkur? Við erum alltaf að leita að hressu fólki sem er tilbúið að leggja sitt af mörkum í að skapa betri framtíð. Verkefni sjálfboðaliða eru margþætt og alltaf hægt að finna eitthvað við hæfi hvers og eins. Okkur vantar fólk sem er tilbúið að safna undirskriftum og kynna Pírata á fjölförnum stöðum. Okkur vantar fólk til að aðstoða við kosningaatburði sem við erum að skipuleggja. Okkur vantar fólk til þess að dreifa bæklingum og setja bréf í umslög. Okkur vantar fólk til þess að hringja út í símaverinu okkar. Okkur vantar fólk til þess að fylgja frambjóðendum okkar eftir og taka myndir fyrir samfélagsmiðla. Okkur vantar fólk eins og þig, sem vilt sjá áherslumál Pírata verða að veruleika og berjast fyrir betra samfélagi.

Nauðsynlegir hæfileikar

Trú á betra samfélag!

Nánar

Áætlaður fjöldi vikna: 

4

Sækja um í verkefnið

Vinsamlegast innskráðu þig til að sækja um þetta verkefni.