Skipta um ljósaperur í Tortuga

Stutt lýsing

Príla uppí stiga til að losa loftplötur + ljós og skipta um ljósaperur.

Nánari lýsing

Flúorperurnar í Tortuga eru að gefa upp öndina ein af annarri, það vantar 32 nýjar perur bara í stúdíóinu! Við grófskönnun á loftunum virðist svo vanta um 30 perur í viðbót. Við eigum einhverjar perur en það er flókið og tímafrekt að skipta um þetta; það þarf að príla uppí stiga til að losa loftplötur og ljós. Lofthæðin í Tortuga er tæpir 3 metrar og ágætur stigi á staðnum. Óskað er eftir 1-2 aðilum sem eru til í að taka þetta verkefni að sér. Reiknað er með að verkið taki alls 10 vinnustundir m.v. einn aðila, en hægt að dreifa á nokkra daga.

Nauðsynlegir hæfileikar

Handlagni og gott jafnvægisskyn ;)

Nánar

Nauðsynlegur fjöldi sjálfboðaliða: 

1

Áætlaður tímafjöldi í viku: 

10

Áætlaður fjöldi vikna: 

1

Sækja um í verkefnið

Vinsamlegast innskráðu þig til að sækja um þetta verkefni.