Þýða fréttir af vefnum á ensku

Stutt lýsing

Fletta í gegnum fréttir/greinar á piratar.is, velja markverðar greinar og þýða þær yfir á ensku.

Nánari lýsing

Hver sjálfboðaliði fer yfir fréttir og greinar á heimasíðunni og velur það sem háni finnst mikilvægast að enskumælandi kjósendur hafi aðgang að.
Fréttum/greinum til þýðingar er safnað saman í miðlægt skjal sem öll sem koma að verkefninu hafa aðgang að til að fyrirbyggja tvíverknað.

Þegar greinin hefur verið þýdd er hún send inn hér: https://piratar.is/adsent-efni/
Í reitinn 'Ein eða tvær setningar um þig (höfund)' skal setja titil greinarinnar á íslensku.
Þegar grein hefur verið send inn merkir sjálfboðaliði við að þýðingu sé lokið.

Nauðsynlegir hæfileikar

Góð færni í skrifaðri ensku.

Nánar

Nauðsynlegur fjöldi sjálfboðaliða: 

5

Áætlaður tímafjöldi í viku: 

2

Áætlaður fjöldi vikna: 

5

Sækja um í verkefnið

Vinsamlegast innskráðu þig til að sækja um þetta verkefni.