Prófun Grasrótarans

Stutt lýsing

Grasrótarinn er nýr hluti kosningakerfis Pírata sem er hugsaður til utanumhalds um sjálfboðaliðastarf. En fyrst þarf sjálfboðaliða til að prófa það!

Nánari lýsing

Verkefnið er einfalt. Vinsamlegast sækið um sem sjálfboðaliðar í þetta verkefni og búist við því að haft verði samband við ykkur af umsjónarmanni þess. Hann mun þá spjalla við ykkur um hvort þið hafið lent í einhverjum vandræðum við umsóknina og samskiptin, eða hvort eitthvað hafi verið óljóst eða mætti skýra betur. Þá er hugsanlegt að umsjónarmaður spjalli við sjálfboðaliða um hvernig þeir telji líklegast að þeir fáist til að nýta vefinn.

Nauðsynlegir hæfileikar

Verkefnið krefst einungis lágmarks tölvukunnáttu og að sjálfboðaliðar séu reiðubúnir í stutt spjall við umsjónarmann um verkefni sjálft.

Nánar

Áætlaður tímafjöldi í viku: 

1

Áætlaður fjöldi vikna: 

1

Sækja um í verkefnið

Vinsamlegast innskráðu þig til að sækja um þetta verkefni.