Fara aftur í þing

Höfundaréttur, einkaleyfi og vörumerki

Málalisti

Mál Ástand Ummæli Atkvæði
Höfundaréttarstefna Lokað 26 116
Markaðssvæði internetsins Lokað 0 26
Hugbúnaðareinkaleyfi Lokað 6 19
Endurskoðun höfundaréttar Lokað 11 24

Nýjar umræður

Ég ætla að kjósa með þessu, stundum fær maður ekki allt á einu bretti en þetta er í áttina. En það er mitt álit og öllum velkomið að hafa annað. :P
15/09/2016 02:38:03
Grein 2.1 er algerlega óskiljanleg - og engin athugasemd gerð í skýringum... Hvað í ósköpunum er verið að segja þarna? Ég er engu nær eftir athugasemd Ástu hér að ofan - hver er stefna Pírata í sæmdarréttarmálum þá segiði - og hvaða samhæfingu er verið að ræða? Ég skil hvorki haus né sporð á þessu...
15/09/2016 02:26:20
"2.13 Skilgreina þarf íslensk verk í almannaeign (e. public domain) sem menningarlega sameign almennings. Slík verk falla ekki undir hefðbundna vernd einkaleyfa eða höfundarréttar vegna aldurs, tilurðar eða óskar höfundar, heldur sé það menningarleg sameign sem nota megi að vild." Er hér átt við allt það hugverk sem gefið er út á Íslandi, tónlist, myndlist, leirlist, bókmenntir o.s.frv?
14/09/2016 22:02:35
Ég myndi vilja sjá Ríkið á github með allt sitt (nefni hér https://github.com/whitehouse sem dæmi). Það er gríðarlega mikil vinna sem hefur farið í þessa stefnu og hún er klárlega betri en það sem við höfum fyrir.
13/09/2016 15:13:24
Þurfum við ekki stefnu sem miðar að því að tryggja hag listafólks án tillits til þess hvernig staða þeirra er á markaði? Snúast viðhorf Pírata um að láta markaðinn ákveða hvað sé góð list ? Hvað verður um listina þegar lögin snúast um að verda hagsmuni þeirra sem framleiða afþreyingarefni ?
13/09/2016 11:33:54
@Salvor Það var rætt um CC á félagsfundunum um höfundarrétt og farið vel ofan í þau mál - niðurstaðan var einfaldlega sú að listamaðurinn ræður því formi sjálfur, en eins og Atius segir, þá hefur CC enga lagalega stoð neinsstaðar og því undir listamanninum komið að skilgreina hlutina. Hefði verið gaman ef þú hefðir mætt á félagsfundina um höfundarrétt og kynnt þér málin og tekið þátt í umræðunum eins og margir gerðu, þ.m.t. fulltrúi Deildu.net og fleiri. Allt var unnið á félagsfundunum í algjörri samvinnu af öllum og rætt um hlutina fram og aftur þangað til allir sættust á orðalag og niðurstöðu.
12/09/2016 23:01:40
@salvor Það er engin ástæða til að traðka á réttindum listamanna og efnisskapenda, þeir eru almenningur líka. Ég tel mikilvægt að vernda réttindi þeirra einstaklinga jafnt og þeirra neytenda/notenda. Góð stefna er eitthvað sem miðlar málum á milli hópa en gengur ekki út í öfga. varðandi CC, þá hefur það ekkert lagarlegt gildi neinstaðar í heiminum. Ekki í BNA lögum, Evrópulögum né íslenskum lögum. Á meðan það er ekki, vegna þeirra lagalegu ramma sem við vinnum innan, er engin ástæða til að vera að fjalla sérstaklega um CC.
12/09/2016 22:14:23
Ekkert er fullkomið, en þetta er að mér sýnist virkilega góð byrjun.
12/09/2016 14:32:24
Það er líka hvergi í þessari höfundarréttarstefnu minnst á opinn höfundarrétt (þ.e. creative commons) t.d. bara talað um opinbera starfsmenn og public domain.
12/09/2016 10:19:22
Ég er að lesa í gegnum þessa stefnu og í fljótu bragði þá sé ég ekkert sem sýnir mér að að henni standi stjórnmálaafl sem fyrst og fremst er stofnað til að gæta hags almennings. Þetta er eins og lobbýismi fyrir höfundarrétthafa. Ég sé enga ástæðu fyrir pírata að hafa höfundarréttarstefnu sem er til að friðþægja þeim sem kalla pírata bófaflokk.
12/09/2016 10:14:37