Fara aftur í þing

Húsnæðismál

Málalisti

Mál Ástand Ummæli Atkvæði
Heilsuspillandi raka- og myglumál í húsum Lokað 9 92
Leigumál Lokað 6 28
Leigustefna (AFTURKALLAÐ) Lokað 19 41

Nýjar umræður

Það liggur fyrir að þessi stefna mun fara aftur fyrir félagsfund núna á föstudagskvöldið vegna mistaka við boðun félagsfundar og ég vil hvetja ykkur sem felst til að mæta þá og taka þátt í að móta stefnuna. Nokkrir minnast hér á húsnæðisstefnu og að leigustefna ætti að vera hluti af slíkri. Ég get í sjálfu sér alveg tekið undir það, en hér á landi hefur verið rekin markviss séreignastefna svo árum skiptir og okkir þótti einfaldlega þörf á að taka leigumálin fyrir sérstaklega. Það er alls ekki loku fyrir það skotið að seinna meir megi endurskoða þessi mál með víðtækari hætti og þá helst með langtímastefnu í huga. En það þýðir ekki að við getum ekki tekið leigumálin fyrir sérstaklega.
26/09/2016 20:52:43
Ýmsir formgallar á þessu (skortur á tilvísunum, prófarkalestur!!, ég hefði viljað sjá greinargerð, nánari útskýringar af því ýmislegt er mjög loðið og almennt). Einar Steingríms bendir á. margt sem þarf að skýra en það er ekki tæmandi listi. Frábær byrjun en þarf að vinna betur. Ps. Mér finnst mjög smart að vera með sérstaka leigustefnu þar sem hefðin er að hún er smákafli og aukaatriði innan almennrar húsnæðisstefnu. Sýnir sérstakan áhuga okkar á þessum sívaxandi málefnaflokki. Afar nútímalegt.
26/09/2016 16:35:49
Formsatriðum ábótavant, og er það nokkuð alvarlegt vandamál. Ég skal alveg samþykkja þessa stefnu þegar búið er að laga hana, en ekki svona.
26/09/2016 12:06:33
Á meðan það vantar tilvísun í grunnstefnu þá get ég ekki samþykkt þessa stefnu og skil satt að segja ekki hvernig það er að gerast aftur og aftur að slíkar stefnur komast inn í kosningakerfið. Stefnan lýtur samt ágætlega út sem gerir það að kjósa gegn þessu enn leiðinlegra.
25/09/2016 17:17:56
þessi stefna er mjög miðuð á leigjendur og leigufélög. En af hverju ættu píratar að hafa skoðun á því hvort fólk býr í eigin húsnæði eða leiguhúsnæði og reyna að gera lífstílinn "búseta í leiguhúsnæði" betri? Ef horft er í söguna þá hefur það oftast komið fólki betur að búa í eigin húsnæði. Það er bara ef það er á landsvæðum þar sem húsnæði er að lækka í verði og margar íbúðir standa auðar sem fólk tapar á að vera í eigin húsnæði. Eins og er þá er búseta bæði í eigin húsnæði (vaxtabætur) og leiguhúsnæði (húsaleigubætur) niðurgreidd úrræði og skiptir sú niðurgreiðsla mestu máli fyrir þá tekjulægstu. En ef til vill væri sniðugra að allir fengju einhvers konar búsetubætur óháð því hvort þeir búa í eigin eða leiguhúsnæði.
25/09/2016 14:25:13
Leigustefna ætti að vera kafli í húsnæðisstefnu og húsnæðisstefna ætti að byrja á orðunum "Í jarðholu nokkurri..." ;-) Kannski ekki, en húsnæðisstefna ætti að tiltaka réttindi allra til að eiga heimili, aðsetur þar sem fólk getur notið einkalífs.
24/09/2016 20:59:02
Húsnæðismál er stórt mál og mikilvægur þáttur í velferrðarkerfinu. Tel að margir eða flestir séu því sammála. Væri ekki sterkara að vinna vel að heildstæðri húsnæðisstefnu, frekar en taka leiguliðinn einan út fyrir sviga?
24/09/2016 18:07:51
Þessi stefna er ekki nægilega vel unnin; margt gott í henni, en framsetningin er röng og margar spurningar. Ég sit hjá.
24/09/2016 14:12:27
Vantaði greinargerð með þessari tillögu? Ég skil nefnilega ekki hvað er átt við með sumu hér: Hvað þýðir "Tryggja skuli valfrelsi hvað varðar búsetuform"? Eru einhver leigufélög til sem eftirfarandi gæti átt við? Og hvernig ætti (ríkið?) að styrkja fjárhagslegan grundvöll þeirra?: "Styrkja skuli fjárhagslegan grundvöll leigufélaga sem rekin eru án arðsemissjónarmið." Hvernig á að bregðast við ef þróun leiguverðs "telst óeðlileg", og hver og hvernig á að meta hvort hún er það? Hvernig á að hvetja "til réttrar skráningar leiguverðs"? Hvernig ætti að nota "hvata innan skattkerfisins til að stuðla að langtímaleigu"? Hvernig er hægt að rannsaka "hvaða afleiðingar leiguþak ... hefði á húsnæðismarkað"? Í stuttu máli á ég bágt með að sjá að þessi stefna vísi veginn til breytinga á leigumarkaði. Auk þess legg ég til að hið opinbera byggi tíuþúsund íbúðir á næstu 10-15 árum, sem leigðar verði út á verði sem samsvari því að raunvextir séu 1% (en ekki þau 5% sem þeir hafa verið ansi lengi), þar sem leigjendur geta búið eins lengi og þeim sýnist. Svo lengi sem raunvextir eru eins háir og þeir eru á Íslandi sýnist mér útilokað að einkaaðilar geti boðið leiguhúsnæði á viðunandi verði. Reki hið opinbera ekki leiguhúsnæði í stórum stíl sé ég ekki hvernig leigumarkaðurinn getur orðið skikkanlegur, bæði hvað varðar verð og öryggi leigjenda um langtímaleigu.
23/09/2016 20:01:38
snilld!
23/09/2016 08:28:27