Fara aftur í þing

Dómsmál

Málalisti

Mál Ástand Ummæli Atkvæði
Kynbundið ofbeldi Lokað 0 36
Tjáningar- og upplýsingafrelsi Lokað 3 24
Trúmál Lokað 5 31

Nýjar umræður

Í dag er hægt að dæma fólk til fangelsisvistar fyrir meiðyrði, ef meiðyrði eru kærð til lögreglu. Meiðyrði falla í dag undir hinn sérkennilega einkarefsirétt. Til dæmis var opinber starfsmaður sem kærði einstakling fyrir meiðyrði árið 2007, og eisntaklingurinn var dæmdur til skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir það. Þetta er fáranlegt og ætti ekki að líðast. Svo er það þannig að til að fá lögbann á birtingu þarf að leggja fram tryggingu. Þetta þýðir það að aðeins stórir aðilar geta í rauninni fengið lögbann við birtingu. Þetta er óeðlilegt fyrirkomulag, og notað örsjaldan, þannig að það væri eðlilegara að sleppa því og fylgja frekar stjórnarskránni, sem segir að einstkalingar skuli ábyrgjast orð sín fyrir dómi.
06/03/2013 18:04:41
Ég tek undir þessa spurningu. Það væri fínt að fá betri innsýn.
06/03/2013 09:16:27
Er einhver til í að útskýra þessa liði aðeins betur? 4. Fella skal niður refsiréttarákvæði um meiðyrði, og færa slík mál alfarið í einkarétt með tilheyrandi niðurfellingu á fangelsisrefsingu og breytingu á bótaréttindum ærumeiddra til að gætt sé meðalhófs. 5. Koma ber í veg fyrir að lögbanni sé beitt til að hindra birtingu, enda sé þar ekki um að ræða ábyrgð fyrir dómi.
06/03/2013 09:13:29
Velti fyrir mér hvort ekki mætti taka á sóknargjaldagreiðslum líka. Óháð því hvert þær renna, þá þykir mér að fólk eigi að geta ráðstafað þessu fé að vild.
02/03/2013 15:02:26
Ég er sammála, það er fáránlegt að ekki megi notast við snyrtilega léreftspoka eða pappakassa þegar fólk er grafið eða brennt. Sér í lagi í tengslum við bálförina, ótrúlega dýrt og óumhverfisvænt.
02/03/2013 08:21:00
persónulega vil ég sjá breytingar sem stuðla að því að fjölskyldan mín fari ekki á hausin við það eitt að koma mér einhvers staðar í hvarf eftir að ég fer í grænadalin... ég væri alveg sáttur við pappakassa og og næsta opna byggingar grunn eða bara holu. mér finnst óþarfi að leggja fjárhagsáhyggjur ofan á sorgina .. og já skuldirnar eiga að deyja með mér..
27/02/2013 12:12:14
Góð ábending, kirkjugarðar/greftrunarstaðir eru nú allir á landi kirkjujarða samkvæmt lögum. http://www.althingi.is/lagas/nuna/1993036.html 1. gr. Skylt er að greftra lík í lögmætum kirkjugarði, sbr. 5. gr., eða brenna þau í viðurkenndri líkbrennslustofnun (bálstofu), sbr. 7. gr. 39. gr. [Rekstur kirkjugarða skal greiddur úr ríkissjóði samkvæmt fjárveitingu í fjárlögum. Framlagið tekur mið af fjölda látinna næstliðins árs og stærð grafarsvæða. Útreikningur framlagsins skal byggjast á samkomulagi ríkisins og kirkjugarðaráðs.
22/02/2013 10:48:38
Nú er ég ekki viss þannig ég ætla bara að spyrja. Eru kirkju-garðar partur af þessu?
15/02/2013 19:28:03