Fara aftur í þing

Jafnréttismál

Málalisti

Mál Ástand Ummæli Atkvæði
Jafnréttisstefna í launamálum Lokað 8 29
Jafnréttisstefna varðandi staðalmyndir Lokað 2 31
Grunnjafnréttisstefna Lokað 5 42

Nýjar umræður

Mataræði og pólitískar skoðanir eru persónueinkenni skv. sömu rökum og trú. Og margt fleira. Varla förum við að blanda því í jafnréttisstefnu?
28/04/2013 19:09:40
sé bara ekki hversvegna öll laun séu ekki bara upplýst ? Get í raun ekki sagt já við hálfa leið. Annaðhvort er upplýsingaskyldan uppá borði eða ekki, og þeir sem vilja rýna í gögnir fá/geta það. Hafa það sem hluti af rsk.is - upplýsingamiðlun bara. opið kerfi, ætti að geta gert stofnunum einfaldara fyrir að hafa heimildir til að sækja rafræn göng og mínka þarmeð pappírsflóð og skjalavesen ef fólk þarf að sækja um td. Atvinnuleysisbætur, eða aðra tekjutengdar skilgreiningar sem myndi þá sækjast sjálfvirkt. sem flytir fyrir og er mun hraðvirkara.
28/04/2013 19:05:01
Ók, kýs með, en mér finnst heimildaöflunin afleit. Að vísa í B.S./B.A. rannsóknarritgerð er ekki gott mál. Vísa þarf í frumheimild eða frumgögn.
26/04/2013 13:07:34
Er reyndar búinn að hugsa þetta soldið og held að þetta gæti orðið öllum til góða. Síðan er svosem stórt atriði eftir þaes ef heilar stéttir t.d. þar sem konur eru í miklum meirihluta eru með lægri laun en gengur og gerist í þjóðfélaginu. Þetta tekur ekki á því, enda er það mögulega erfiðara.
24/04/2013 13:56:20
mér finnst vanta að ,,ofbeldi skuli aldrei líðast hvorki andlegt, líkamlegt [né kynferðislegt]". Kynferðisofbeldi er sérflokkur í raun og veru og ætti að vera hér líka.
24/04/2013 11:33:53
"ð Ríkisútvarpinu verði gert að marka sér stefnu um innkaup á barna- og unglingaefni með áhugaverðum og skemmtilegum söguhetjum af ýmsum kynjum." Það sem mér finnst áhugavert við þetta er að oft á tíðum finnst mér barna/unglinga-efni ekki bera virðingu fyrir gáfum barna/unglinga. Í minni reynslu þá geta börn höndlað mun alvarlegri hluti en margir myndu halda. Ef þið eruð að velta því fyrir ykkur hvað ég er að tala um þá mæli ég með "Batman: Mask of the Phantasm" "alvarleg" mynd fyrir börn.
24/04/2013 01:34:28
Trúarbrögð eru mjög svo persónueinkenni. Trú er mjög persónuleg hverjum og einum. Sumir kjósa sig utan skipulagða trúarbragða en viðhalda samt trú, sinni persónulegu trú.
24/04/2013 01:27:17
Það má vera munur á launum fólks, svo lengi sem hann er ekki kynbundinn. Ef fyrirtæki vill verðlauna góða frammistöðu með smá launahækkun þá er það alveg í lagi, en og aftur svo lengi sem það sé ekki kynbundið.
24/04/2013 01:21:57
Ég hef smá áhyggjur að sé slík stefna leidd í lög, leiði það að jafnari launum fólks óháð getu og frammistöðu í starfi, vegna ótta vinnuveitanda um mögulega öfund milli starfsmanna. Er einhver reynsla á álíka lög í öðrum löndum?
23/04/2013 21:22:17
Egill, rétt. Þetta gengur lengra en þau ákvæði sem fyrir eru, en þau banna bara vinnuveitandanum að þagga niður í starfsfólki sínu - þessi stefna beinlínis skyldar vinnuveitendur til að upplýsa fólk um launastefnu fyrirtækisins og hvað vinnufélagarnir eru að fá borgað. Hinsvegar má meina starfsmönnum að kjafta um kjör vinnufélaganna utan vinnustaðarins.
23/04/2013 19:19:14