Samþykkt: Íþrótta- og tómstundamál
Með tilliti til:
- Menntastefnu Pírata ( https://x.piratar.is/issue/73/ )
álykta Píratar í Reykjavík að:
Laugardalur og Elliðaárdalur verði verndaðir sem útivistar- og íþróttasvæði.
Aðgangur barna og unglinga að samskiptum við dýr innan borgarmarka verði efldur. Kannaðar verði leiðir til að gera börnum kleift að umgangast hesta og leggja stund á útreiðar.
Stuðlað verði að fjölbreyttari möguleikum til útivistar og leitað til borgarbúa um hugmyndir í því samhengi. Til dæmis mætti auka aðgang að skemmtilegum klifurtækjum og klifursporti, styðja við bretta-, skauta og aðrar jaðaríþróttir, bjóða víðar aðgang að ræktun matjurta og blóma, og margt fleira. Leita skal leiða til draga úr hljóðmengun á útivistarsvæðum.
Haldið verði áfram að tryggja aðgengi barna og unglinga að frístundaiðkun með því að framfærslutengja frístundakortið. Skoðaður verði sá möguleiki að frístundakortið verði gefið út á öll börn á leik- og grunnskólaaldri og verði hægt að nota til niðurgreiðslu á öllum frístundum, þ.m.t. tónlistarkennslu, íþróttaiðkun, listnámi og fleiru. Tryggt skuli að aðildarfélög noti ekki þennan styrk til niðurgrei. Að borgin myndi sér stefnu um ráðningar fagfólks í auknum mæli til starfa í íþrótta- og frístundastarfi, bæði til umsjónar og annarra starfa.
Að borgin myndi sér stefnu um ráðningar fagfólks í auknum mæli til starfa í íþrótta- og frístundastarfi, bæði til umsjónar og annarra starfa.
Tilheyrandi mál: | Íþrótta- og tómstundamál |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Samþykkt | tharfagreinir | |
2 | Tillaga | tharfagreinir | Tók út aukasetningar. |