Lagabreytingatillaga: Fella úr gildi grein 5.1.
Málsnúmer: | 2/2016 |
---|---|
Tillaga: | Lagabreytingatillaga: Fella úr gildi grein 5.1. |
Höfundur: | Katla |
Í málaflokkum: | Innra skipulag Pírata í Reykjavík |
Upphafstími: | 08/05/2016 16:15:09 |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 13/05/2016 08:49:21 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 18/05/2016 08:50:20 (0 minutes) |
Atkvæði: | 12 |
Já: | 12 (100,00%) |
Nei: | 0 |
Niðurstaða: | Samþykkt |
Meirihlutaþröskuldur: | 66,67% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Tillaga um að fella úr gildi lagagrein 5.1. í Lögum Pírata í Reykjavík sem hljóðar svo:
5.1. Aðalfundur félagins skal vera haldinn fyrir lok maí ár hvert.
Breyta skal númerum annarra greina undir lið fimm til samræmis.
Greinargerð:
Komið hafa í ljós vankantar á lögum Pírata í Reykjavík og stangast grein 5.1. á við grein 5.7. sem samþykkt var á Aðalfundi félagsins 2015 en hún hljóðar svo:
5.7. a) Aðalfund Pírata í Reykjavík skal halda fyrir lok október ár hvert. Starfsár stjórnar er frá aðalfundi til aðalfundar.
Á aðalfundi skal fráfarandi stjórn gera upp árangur liðins starfsárs, leggja fram skýrslu stjórnar og bera ársreikning félagsins fram til samþykktar.
Stjórn Pírata í Reykjavík skal skila gögnum aðalfundar; fundargerð, ársskýrslu og bókhaldsgögnum, til framkvæmdaráðs innan mánaðar frá því að fundurinn var haldinn.
Um er að ræða formsatriði en grein 5.1. er óþörf þar sem gr. 5.7 er bæði nýrri og sértækari.