Lagabreyting PíH: Tímamörk aðalfundar
Skv. beiðni frá Bergþóri Heimi Þórðarsyni og Kára Val Sigurðarsyni
Málsnúmer: | 1/2017 |
---|---|
Tillaga: | Lagabreyting: Tímamörk aðalfundar |
Höfundur: | Bergthor |
Í málaflokkum: | Innra starf |
Upphafstími: | 02/05/2017 21:35:48 |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 10/05/2017 00:00:00 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 17/05/2017 00:00:00 (0 minutes) |
Atkvæði: | 6 |
Já: | 6 (100,00%) |
Nei: | 0 |
Niðurstaða: | Samþykkt |
Meirihlutaþröskuldur: | 66,67% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Lagabreytingartillaga.
5. kafli um aðalfund:
> Gr. 1: Í stað orðsins "maí" í gr. 5.1 skal koma orðið "desember"
> Gr. 2: Gr. 5.7 fellur niður. Í hennar stað koma eftirfarandi greinar:
> - "Gr. 5.7.a. Starfsár stjórnar er frá aðalfundi til aðalfundar. Á aðalfundi skal fráfarandi stjórn gera upp árangur liðins starfsárs. Stjórn Pírata í Hafnarfirði skal skila gögnum aðalfundar; fundargerð, ársskýrslu og bókhaldsgögnum, til framkvæmdaráðs Pírata innan mánaðar frá því að fundurinn var haldinn."
> - "Gr. 5.7.b. Rekstrarár Pírata í Hafnarfirði er frá 1. janúar til 31. desember. Stjórn Pírata í Hafnarfirði skal gera upp ársreikning hvers reikningsár eigi síðar en í apríl og skila uppgjöri til framkvæmdaráðs innan mánaðar. Stjórn gætir þess að framkvæmdaráði Pírata hafi borist öll nauðsynleg gögn um starfsemi félagsins skv. grein 10.3 í lögum þessum fyrir lok júnímánaðar ár hvert."
> - "Gr. 5.7.c. Til bráðabirgða: Á árinu 2017 skal stjórn Pírata í Hafnarfirði gera upp ársreikning 2016 svo fljótt sem verða má og skila uppgjöri ásamt öðrum nauðsynlegum gögnum um starfsemi félagsins skv. grein 10.3 í lögum þessum til framkvæmdaráðs fyrir lok júnímánaðar 2017. Að því loknu fellur grein þessi úr lögunum."