Samþykkt: Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð
Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð
Í anda grunnstefnu Pírata varðandi eflingu og verndun borgararéttinda með áherslu á að fólki sé tryggður sjálfsákvörðunarréttur og heilbrigði til að taka eigin ákvarðanir.
Píratar á Suðurnesjum ætla að koma heilbrigðisþjónustu í betra horf. Í því felst meðal annars eftirfarandi:
1. Við viljum skoða yfirtöku sveitarfélaga á Suðurnesjum á rekstri heilsugæslu og sjúkrahúss við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til að tryggja eðlilegt aðgengi heimamanna.
2. Við viljum efla bráðamóttöku, fæðingastofur, skurðstofur og nýta aðstöðu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fyrir íbúa á Suðurnesjum og aðra sem þarfnast aðstoðar.
3. Við viljum efla atvinnuuppbyggingu tengda Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og fjölga fagstörfum til að minnka álag á starfsfólk.
4. Við viljum að sveitarfélögin auki og efli hjúkrunar og meðferðarúrræði sem hluta af þjónustu við íbúa á Suðurnesjum.
5. Við viljum bæta félagsþjónustu og fjölga sálfræðingum á vegum sveitarfélaga ásamt því að auðvelda aðgengi að þeim.
6. Við viljum viðhalda Björginni í Reykjanesbæ og efla sambærileg verkefni í öðrum sveitarfélögum fyrir alla þá sem eiga við örðugleika að etja.
Umræða:
Koma þarf aftur upp öflugri heilsugæslu í heimabyggð fyrir öll sveitarfélögum á Suðurnesjum. Sjúkrahúsið í Reykjanesbæ hefur ekki verið fullnýtt um árabil á meðan biðlistar eftir aðgerðum og meðferðum lengjast. Gott væri að fá umræðu um þetta og kynnast betur staðreyndum og möguleikum.
Stórauka þarf aðgengi að félags- og sálfræðiþjónustu þar sem margt í nútímasamfélagi veldur streitu og kallar á slíkar meðferðir. Efla skal Björgina þarf að fá meira fjármagn í forvarnir og meðferð. Geðteymi HSS þarf einnig að efla. Gott væri að gera útreikninga og úttekt á arðbærni ókeypis sálfræðiþjónustu og meta síðan hvort stefna þurfi að slíku.
Tilheyrandi mál: | Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Samþykkt | AlbertSvan |