Nýr tónn í skipulagsmálum
Málsnúmer: | 6/2018 |
---|---|
Tillaga: | Nýr tónn í skipulagsmálum |
Höfundur: | AlbertSvan |
Í málaflokkum: | Innri mál |
Upphafstími: | 16/03/2018 19:12:27 |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 23/03/2018 19:12:27 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 30/03/2018 19:12:27 (0 minutes) |
Atkvæði: | 9 |
Já: | 9 (100,00%) |
Nei: | 0 |
Niðurstaða: | Samþykkt |
Meirihlutaþröskuldur: | 50,00% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Nýr tónn í skipulagsmálum
Í anda grunnstefnu Pírata varðandi eflingu og verndun borgararéttinda, gagnrýna hugsun og aukinn sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga.
Píratar á Suðurnesjum ætla sér að bæta skipulagsmál með auknu íbúasamráði og úrræðum til að auka vellíðan fólks. Í því felst meðal annars eftirfarandi:
1. Við viljum fjölga leiguíbúðum sem ekki eru reknar í hagnaðarskyni, t.d. með úthlutun ókeypis lóða fyrir slíkar íbúðir.
2. Við viljum efla borgaravitund og hvetja til stofnunar hverfisráða í öllum íbúðahverfum sveitarfélaga.
3. Við viljum að íbúar geti sjálfir lagt fram tillögur og kosið um þær inná vef bæjarins og kosningar í gegnum slíkan vef verði bindandi nema annað sé tekið fram.
4. Við viljum sjálfsefla íbúa með auknu samráði um gerð og útlit húsnæðis og götumyndar við skipulagsgerð.
5. Við viljum skoða gróðursetningu skjólbelta í bæjarfélögum á Suðurnesjum í samstarfi við hverfisráð íbúa.
6. Við viljum bæta verulega alla aðstöðu og hreinlætismál á ferðamannastöðum á Suðurnesjum.
Umræða:
Aðkoma almennings að ákvarðanatöku og stefnumótun er nauðsynleg samfélaginu. Til þess að svo megi verða þarf aðkoma íbúa að verða virkari innan stjórnsýslunar. Með því að efla íbúalýðræði og þátttökulýðræði í skipulagsmálum og aðgengi bæjarbúa að upplýsingum, minnkar þekkingarforskotið sem stjórnmálamenn hafa gagnvart almenningi. Þannig geta bæjarbúar í Reykjanesbæ veitt aðhald gangnvart stjórnsýslu bæjarinns og bæjarstjórn. Stefna skal að aukinni þátttöku íbúa í áætlana- og skipulagsgerð með því að efla fræðslu til um réttindi og tækifæri fólks til að hafa jákvæð áhrif á nærsamfélag sitt.
Hverfisráð eru ein leið til beinnar aðkomu íbúa að skipulagsmálum og skulu þau hafa beina og gagnsæja aðkomu og hlúð að hugmyndum þaðan. Hverfisskipulag skal vera sýnilegt inni á vefsíðu Reykjanesbæjar þar sem hvert hverfi fær ítarlega umfjöllun. Þangað inn gæti komið frá byggingafulltrúa o.fl sem sjá um skipulagsmál t.d nýbyggingar í hverfinu og allt sem lítur að skipulagsmálum innan hvers hverfis fyrir sig. Einnig kynningarferli á skipulagsmálum til íbúa og gagnvirkni sem gerir íbúum kleyft að skrá inn hugmyndir og ábendingar ásamt því að fylgjast með umsagnaaferlinu og sjá hvernig hugmyndirnar eru meðhöndlaðar. Bæjarfélag sem tekur jákvætt í hugmyndir fær fleiri hugmyndir frá bæjarbúum.
Hvetja skal til leigumarkaðar þar sem íbúðir eru ekki allar reknar í hagnaðarskini og sveitarfélögin skulu beita sér fyrir stofnun slíkra leigufélaga, t.d. með úthlutun ókeypis lóða fyrir slíkar leiguíbúðir .
Auka skal vægi skjólbelta í hverfum og þar sem ferðamenn sækja skal komið upp hreinlætisaðstöðu og viðhaldi hennar.
Víða erlendis sjá skipulagsyfirvöld um að ákveða gerð og útlit húsnæðis. Hér á landi eru það byggingaverktakar sem ákveða allt útlit bæjarins. Þessu má breyta þannig að haft sé samráð við íbúa um útlit húsnæðis í hverju bæjarfélagi, það sett á skipulag og verktakar þurfa að byggja í samræmi við það.