Mannauðs- og menningarstefna
Málsnúmer: | 8/2018 |
---|---|
Tillaga: | Mannauðs- og menningarstefna |
Höfundur: | AlbertSvan |
Í málaflokkum: | Innri mál |
Upphafstími: | 16/03/2018 19:14:42 |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 23/03/2018 19:14:42 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 30/03/2018 19:14:42 (0 minutes) |
Atkvæði: | 9 |
Já: | 9 (100,00%) |
Nei: | 0 |
Niðurstaða: | Samþykkt |
Meirihlutaþröskuldur: | 50,00% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Mannauðs- og menningarstefna
Í anda grunnstefnu Pírata varðandi eflingu og verndun borgararéttinda og aukinn sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga.
Píratar á Suðurnesjum vilja bæta mannauð á Suðurnesjum með því að efla menningarstarf og velferð allra íbúa. Í því felst meðal annars að:
1. Við viljum auka fjármagn til félagsþjónustu og bætt viðmót gagnvart skjólstæðingum.
2. Við viljum að bæjaryfirvöld sjái til þess að atvinna með stuðning sé í boði fyrir þá sem þess þurfa.
3. Við viljum að virkjun mannauðs og sjálfseflingar séu til staðar í öllum bæjarfélögum með ókeypis aðstöðu fyrir hverskonar félagastarfsemi og fundarhöld.
4. Við viljum að sveitarfélögin stuðli að fjölbreyttri afþreyingar og tómstundaaðstöðu fyrir íbúa, nýbúa og æskulýð bæði úti og inni með almenningsgarði.
5. Bæjarfélögin opni aðstöðu til smíða, tölvuvinnu, viðgerða og iðnstarfa fyrir almenning í áhaldahúsum eða skemmum.
6. Við viljum að stuðlað verði að safna og menningarstarfsemi sem víðast um Suðurnesin.
7. Við viljum að komið verði á gæðastefnu í félaglegri þjónustu og menningarmálum.
8. Við viljum ýta undir menningartengda þjónustu, svo sem vegna fornleifa í Höfnum og menningarverðmæta víða um Suðurnes.
Umræða:
Við viljum að sveitarfélögin virkji mannauð mun meira en gert hefur verið, dæmi um slíkt geta verið aðgangur að aðstöðu fyrir einstaklinga, félög og íbúasamtök. Aðstaðan í Virkjun á Ásbrú hefur verið til fyrirmyndar og ætti að vera módel fyrir slíka starfsemi víðar. Einnig mætti sjá til þess að aðstaða og fundarsalir í eigu bæjarins séu aðgengilegir á viðráðanlegu kostnaðarverði fyrir félagsstarfsemi og grasrótarstarf á vegum íbúa.
Efla þarf alla menningarstarfsemi og hvetja til hennar með markvissum hætti, t.d. má gera áætlun og byggja upp sýnileika fornleifa í Höfnum, menningarverðmæta á Reykjanesi, auk menningar- og náttúruperlna víða um Suðurnes. Einnig ættu bæjarstjórnir að stuðla að fjölskyldu- og skemmtigörðum.
Stuðla þarf að nýjungum í þjónustu við íbúa af ýmsu tegi. Í Finnlandi eru mörg sveitarfélög með skemmur þar sem fólk getur komið og unnið einföld smíða og viðgerðastörf undir handleiðslu fagmanna. Bókasöfn bjóða einnig upp á aðgang að tölvum með sértækum hugbúnaðir og myndbandavinnslu. Aðgangur að “fablab” tölvuverum er einnig stórgóð hugmynd fyrir uppbyggilega æskulýðsstarfsemi tengdri nýjustu tækni. Þetta eru eftirbreytniverð verkefni sem gefið hafa góða raun víða erlendis.
Gæðastefna í félagslegri þjónustu og menningarmálum getur falist í árlegri þjónustukönnun og þarfagreiningu sem lögð verður til grundvallar frekari stefnumótun.