Samkomulag um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu til 15 ára
Með vísan í sjöttu grein grunnstefnu Pírata um beint lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt:
6.1 Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá.
6.2 Réttur er tryggður með styrkingu beins lýðræðis og eflingu gegnsærrar stjórnsýslu.
6.3 Píratar telja að draga þurfi úr miðstýringu valds á öllum sviðum og efla þurfi beint lýðræði í þeim formum sem bjóðast.
leggja Píratar í Kópavogi til að:
samkomulag ríkis, borgar- og bæjarstjóra ásamt samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára fara í kosningu meðal félagsmanna Pírata í Kópavogi samkvæmt lögum félagsins til staðfestingar eða synjunar.
Þau sem segja já styðja samkomulagið.
Þau sem segja nei styðja ekki samkomulagið.
Greinargerð
Samkomulag um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu hefur verið mikið til umfjöllunar undanfarnar vikur. Samkomulagið er nú til formlegrar umræðu og afgreiðslu allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Vísað er í sjöttu grein grunnstefnu um aukið beint lýðræði og rétt allra til að koma að ákvarðanatöku um málefni er varða þá. Sé tillagan samþykkt í kosningakerfið á félagsfundi, gera lög félagsins ráð fyrir umræðu í fimm daga og kosningu í fimm daga.
Við hvetjum félagsmenn Pírata í Kópavogi til að kynna sér ítarlega öll gögn málsins og taka virkan þátt í umræðunni um samkomulagið.
Sáttmáli um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu frá stjórnarráði (athugið hlekki á síðu):
Samkomulagið - Undirritað af Samgönguráðherra (ríki), borgar- og bæjarstjórum ásamt SSH: https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=7ee2d874-e082-11e9-944d-005056bc4d74
Kynningarfundur Þingflokks Pírata, Pírata í Reykjavík og Pírata í Kópavogi á Samkomulaginu ásamt umræðu:
https://www.facebook.com/Piratar.Island/posts/1753769298090146
Tillöguna leggja fram:
- Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, Oddviti Pírata í Kópavogi
- Hákon Helgi Leifsson, Varabæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi
- Indriði Ingi Stefánsson, Formaður Pírata í Kópavogi
Tilheyrandi mál: | Samkomulag um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu til 15 ára |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Hafnað | siggae |