Samþykkt: Dýravelferðarstefna Pírata í Kópavogi
Leiðarljós
-Stöndum vörð um að dýr og dýraeigendur fái áfram sess sem verðmætur hluti af samfélaginu.
-Tryggjum velferð gæludýra, villtra dýra og líffræðilegan fjölbreytileika.
-Einföldum, bætum og aukum skilvirkni þjónustu við dýr og dýraeigendur.
-Gerum ráð fyrir aðbúnaði fyrir dýr og dýraeigendur við allt skipulag.
-Bætum þjónustu við dýr og gæludýraeigendur-
- Hugum að fjölgun útisvæða og hundagerða við skipulag nýrra hverfa sem og endurskoðun grónari hverfa.
- Mikilvægt er að huga að skjóli, lýsingu og nægum aðbúnaði fyrir hunda og hundaeigendur til að þeir geti notið þess að vera þar, sýna sig og hitta aðra. Tryggjum að hundagerði séu nægilega stór og nægilega auðgandi umhverfi fyrir hundinn.
- Höfum dýramál í huga varðandi þéttingu byggðar og almenningssamgöngur.
- Bjóðum upp á lausagöngusvæði hunda í öllum hverfum.
- Eflum samstarf við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og félagasamtök um dýraþjónustu.
- Tryggjum velferð villtra dýra og stöndum vörð um líffræðilegan fjölbreytileika.
-Stuðlum að úrbótum í stjórnsýslu og utanumhaldi dýraverndar-
- Styrkjum stafræna umbreytingu, tæknivæðingu, nýsköpun og þróun í þjónustu við gæludýraeigendur.
- Tryggjum góðar upplýsingar um þjónustu við dýr og dýraeigendur.
- Hlutverk meindýravarna verði endurskoðað með tilliti til dýravelferðarsjónarmiða.
- Styðjum við hlutverk hjálpardýra og vinnum að því að hjálparhundar fái vottun og svipuð réttindi og blindrahundar. Einnig verði gildi annarra hjálpardýra virt í sem flestum aðstæðum innan bæjarins sem eru í dag ekki tilgreind í lögum og þar með réttindalaus.
- Beitum okkur fyrir því að minnka misræmi í hundasamþykktum milli sveitarfélaga, til að mynda fjölda leyfðra hunda á heimili.
Tillaga þessi hefur verið samþykkt með atkvæðagreiðslu.
Tilheyrandi mál: | Dýravelferðarstefna Pírata í Kópavogi |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Samþykkt | Gormur | Allar stefnur vegna kosninga 2022: Fundargerð félagsfundar: |