Tillaga: Málefni spítalana og heilbrigðiskerfisins
Assumptions
- vaxandi þörf á bættu aðgengi spítalana og heilbrigðiskerfisins eins og það leggur sig.
- því tjóni sem velferðarkerfið hefur orðið fyrir að sökum efnahagsþrenginga.
- úrræðaleysi heilbrigðiskerfisins fyrir tiltekna hópa sjúklinga.
- gr. Stjórnarskrá Íslands um rétt til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.
- gr. Frumvarps stjórnlagaráðs til stjórnskipunarlaga um rétt borgara til að njóta andlegrar og líkamlegrar heilsu að hæsta marki sem unnt er og að öllum skal með lögum tryggður réttur til aðgengilegrar, viðeigandi og fullnægjandi heilbrigðisþjónustu.
- bls 44. um heilsu úr "Manifesto - Pirate Party UK".
- bókinni "Mannréttindi í þrengingum" eftir Aðalheiði Ámundadóttur og Rachael Lorna Johnstone
- athugasemdum Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, á RÚV 2. janúar 2013, þar sem hún sagði: "Við vitum það auðvitað að framlag kemur frá ríkinu til Landsspítalans en þegar það er ekki til eins og við vitum, þá verðum við að fara einhverja aðra leið."
Declarations
- Að allir hópar sjúklinga hafi aðgang að heilbrigðisþjónustu, hlúa þarf betur að fötluðum, geðfötluðum og fíklum en nú er gert og setja þarf upp víðtæk úrræði fyrir þennann hóp sjúklinga. Ekki gengur að vísa sjúku fólki frá þjónustu heilbrigðiskerfisins og efla þarf núverandi þjónustu og leita nýrra leiða.
- Að bæta aðgengi sjúklinga að endurhæfingarstöðum og að fræðsla og ráðgjöf bjóðist aðstandendum þeirra um málefni sjúklinga.
- Að fólki sem svipt er sjálfræði sé tryggð sú þjónusta sem bati þeirra byggist á.
- Að tryggja sjúkrahúsum örugg tækjakaup með lögum á eins góðum búnaði og völ er á.
- Að lögfesta lágmarksstarfsmannafjölda á spítölum sem tryggir gæði hans upp að því marki sem lög gera ráð fyrir.
- Að þegar sýnt hefur verið með ótvíræðum vísindalegum hætti fram á jákvæða virkni lækningar- og meðferðaraðferða, þó þær séu taldar til náttúrulækninga eða óhefðbundinna lækninga, fái þær lækningaaðferðir og þeir aðilar sem starfa við þær sambærilega meðferð og löggildingu innan almannatryggingakerfisins og aðrar vísindalega sannaðar aðferðir fá, þar með talið tannlækningar.
Enn er þetta einungis tillaga sem hefur ekki verið samþykkt með atkvæðagreiðslu.
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Samþykkt | eva | |
2 | Tillaga | smari | |
3 | Tillaga | helgihg | Það er óskynsamlegt að hafa nákvæm útfærsluatriði á fjármögnun í pólitískri stefnu flokks, svosem hvar annars staðar eigi að skera niður eða hvernig beri að haga fjölda millistjórnenda í tilteknum stofnunum. Allt eru þetta ákvarðanir sem verða að eiga sér stað á þar til bærum vettvangi. Með hliðsjón af því að Píratar vilji að ákvarðanir séu upplýstar er hér lagt til að nákvæm útfærsluatriði verði tekin úr stefnunni. |