Tillaga: Velferðar- og félagsmál
Assumptions
- Þeirri þörf sem hefur skapast á úrræðum í atvinnu- og menntamálum vegna efnahagskreppu.
- Vaxandi fjárhags- og skuldavanda landsmanna.
- Þörf á einfaldari og sanngjarnari velferðar- og félagstryggingakerfi.
- gr. Stjórnarskrá Íslands um rétt til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi og að börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.
- gr. Frumvarps stjórnlagaráðs til stjórnskipunarlaga um mannlega reisn.
- gr. Frumvarps stjórnlagaráðs til stjórnskipunarlaga um menntun.
- Bls 56. um samfélagsstefnu úr "Manifesto - Pirate Party UK"
Declarations
- Að lögfesta lágmarksframfærsluviðmið. Allir eiga rétt á mannsæmandi tekjum í auðugu landi.
- Að standa þurfi vörð um atvinnufrelsið og að allir einstaklingar geti nýtt sér þá þekkingu sem viðkomandi býr yfir sér til atvinnuvegs.
- Að bjóða þurfi bótaþegum, hvort sem það eru öryrkjar, fatlaðir eða atvinnulausir upp á fjölbreytta atvinnu, frístunda og menntunarmöguleika. Tryggja þarf þó að enginn sé skyldaður til þess að nýta sér úrræðin, meta þarf hvert mál fyrir sig. Tryggja þarf að bætur séu ekki skertar kjósi einstaklingurinn að nýta sér þessa möguleika og auka þarf svigrúm innan bótakerfisins til verksins, t.d. með takmörkun á skrifræði og með aðkomu fyrirtækja og eða með styrkjum frá ríkinu. Efla þarf núverandi mögleika.
- Einfalda framfærslukerfið, þ.e.a.s. atvinnuleysisbóta, örorkubóta og önnur bótakerfi. Afnema ætti hugtakið 'bótakerfi'.
- Að leita þurfi leiða til þess að hluti af námslánunum sé styrkur. Ekki er ásættanlegt að hver sá sem kýs að afla sér þekkingar eða menntunar samfélagi sínu til hagsbóta, sé knúinn til þess að skulda fjármálastofnunum til lengri tíma, hvort sem þær eru ríkis- og/eða einkareknar.
- Tryggja þarf að einstaklingar undir lögaldri eigi rétt á því að taka þátt í félags- og skólastörfum óháð fjárhag foreldra.
- Tryggja þarf að allir hafi aðgang að íbúðarhúsnæði í takt við fjárhagsgetu, heilsufar og fjölskyldustærð. Gera þarf sértækar ráðstafanir fyrir einstaklinga með sérþarfir.
- Að bæta skal aðstæður á almennum leigumarkaði með það að markmiði að húsnæði sem nú standa auð og án búsetu séu í boði á almennum markaði.
Fjármagna skal áðurtaldar aðgerðir með núverandi fjárveitingum til atvinnu- og menntamála fyrir bótaþega, endurskoðun á bótakerfinu samhliða eflingu á virkni einstaklinga og framtaks hans til sköpunar og atvinnu, endurskoðun á núverandi skattkerfi með það að markmiði að einfalda kerfin og þarafleiðandi minnka yfirbyggingu þeirra (stjórnsýsla), og betri skilvirkni innan velferðar- og heilbrigðiskerfisins.
Að úrræði í endurhæfingu og meðferð fyrir öryrkja séu einstaklingsbundin og miðist við þörf og getu hvers einstaklings í stað þess kerfis sem nú er sem hentar mjög illa í mörgum tilfellum og er þar af leiðandi dýrara fyrir þjóðfélagið.
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Samþykkt | smari | |
2 | Tillaga | farbiond | bæta má við .. Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga |
3 | Tillaga | farbiond | http://www.althingi.is/lagas/nuna/1991040.html lögin heild .. einnig má benda á tekju tengingar ég hef persónulega reynslu af þeim .. gera kröfu um að einungis sé skert á inum stað þó tekjur komi frá tveimur kerfum sem krefjast skerðingar vegna tekna.. |
4 | Tillaga | farbiond | já og einnig má taka eitthvað fram um kröfu ríkisins um spádóms gáfur öryrkja ..en við öryrkjarnir þurfum að vita fram tíðina 12 mánuði fram í tíman |
5 | Tillaga | jack |
Nú er svo komið að þessi grein er þverbrotin á alla vegu sem hægt er vegna: 1: Skerðingarákvæðana sem í gangi eru með krónu á móti krónu. Við broti á stjórnarskrá eru hörð viðurlög og það þarf að fara að skoða hvort ekki er hægt láta reyna á slíkt fyrir dómi. |
6 | Tillaga | jack | |
7 | Tillaga | jack | Kanski frekja í mér að bæta númer 10. við í þetta en þetta finnst mér persónulega talsvert mikilvægt að skoða vel.. |