Samþykkt: Lyfjaskimun
Assumptions
- 1.1 Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir.
- 2.1 Píratar beita sér fyrir eflingu og verndun borgararéttinda.
- 2.4 Píratar telja að borgararéttindi tilheyri einstaklingum, og að réttur hvers og eins sé jafn sterkur.
- 3.2 Píratar telja að allir einstaklingar eigi rétt á friðhelgi í sínu einkalífi.
- 3.3 Til friðhelgi telur réttur til leyndar, nafnleysis, og sjálfsákvörðunarréttar
- http://www.haestirettur.is/domar?nr=5857
"Þótt við það sé miðað í 2. mgr. 45. gr. a umferðarlaga að engin ávana- og fíkniefni megi mælast í blóði eða þvagi ökumanns má slá því föstu að ökumaður sé í raun ekki undir áhrifum við það eitt að tetrahýdrókannabínólsýra mælist í þvagi hans, án þess að tetrahýdrókannabínól sé jafnframt að finna í blóðinu. " - http://www.dv.is/frettir/2013/2/4/sjomenn-i-eyjum-reknir-eftir-fikniefnaprof/
" Samkvæmt heimildum DV var prófað fyrir kannabisefnum í þvagi starfsmanna." -
" 24. gr. Skipstjóri getur enn fremur vikið skipverja úr skiprúmi ef:
- skipverji reynist óhæfur til þess starfa sem hann var ráðinn til,
- skipverji kemur ekki til skips á ákveðnum tíma og skipið á að láta úr höfn eða ráða verður annan mann í hans stað,
- skipverji verður sekur um mikil afglöp í starfi sínu svo sem það að hann óhlýðnast ítrekað skipunum yfirmanna sinna eða beitir aðra menn ofbeldi sem á skipi eru staddir,
- skipverji er ítrekað drukkinn um borð, nema brot sé því alvarlegra, eða er undir áhrifum fíkniefna um borð,
..:"
- http://www.althingi.is/dba-bin/unds.pl?txti=/wwwtext/html/lagasofn/140b/1985034.html&leito=sj%F3mannalag0sj%F3mannalaga0sj%F3mannalaganna0sj%F3mannalagar0sj%F3mannalagarins0sj%F3mannalagi0sj%F3mannalaginu0sj%F3mannalagi%F00sj%F3mannalags0sj%F3mannalagsins0sj%F3mannalegi0sj%F3mannalegina0sj%F3mannaleginum0sj%F3mannalegir0sj%F3mannalegirnir0sj%F3mannal%F6g0sj%F3mannal%F6gin0sj%F3mannal%F6ginn0sj%F3mannal%F6gum0sj%F3mannal%F6gunum0sj%F3mannal%F6gur0sj%F3mannal%F6gurinn#word1
- gr. [Hafi skipstjóri, stýrimaður eða vélstjóri orðið valdur að skipstrandi, árekstri eða öðru sjóslysi með yfirsjónum eða vanrækslu í starfi sínu varðar það sektum eða fangelsi allt að fjórum árum. Sömu refsingu skal sá hljóta sem reynir að stjórna skipi, stjórnar skipaferðum eða veitir öryggisþjónustu vegna skipaferða og verður valdur að skipstrandi, árekstri eða öðru sjóslysi með yfirsjónum eða vanrækslu í starfi.
Enginn má stjórna eða reyna að stjórna skipi, stjórna skipaferðum eða veita öryggisþjónustu vegna skipaferða, ef hann vegna neyslu áfengis, ávana- og fíkniefna eða annarra örvandi eða deyfandi efna, vegna sjúkdóms eða þreytu eða af öðrum orsökum, er óhæfur til að rækja starfann á fullnægjandi hátt. Brot gegn ákvæði þessu varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.
Nú er vínandamagn í blóði skipverja eða þeirra sem nánar greinir í 2. mgr. yfir 0,5‰ eða vínandamagn í lofti, sem hann andar frá sér, nemur 0,25 milligrömmum í lítra lofts eða meira og telst hann þá undir áhrifum áfengis og ekki hæfur til þess starfa sem getur í 2. mgr. Það leysir viðkomandi ekki undan sök þótt hann ætli vínandamagn í blóði sínu minna en hér um ræðir. Nú hefur skipverji eða sá annar sem nánar greinir í 2. mgr. neytt áfengis við eða fyrir þann starfa sem nánar greinir í 2. mgr. þannig að vínandamagn í blóði hækkar eftir að skipstjórn lauk, og skal þá litið svo á sem hið aukna vínandamagn hafi verið í blóði hans við starfann. Mælist ávana- og fíkniefni sem bönnuð eru á íslensku yfirráðasvæði samkvæmt lögum um ávana- og fíkniefni og reglugerðum settum samkvæmt þeim í blóði eða þvagi skipverja eða þess annars sem nánar greinir í 2. mgr. telst hann vera undir áhrifum ávana- og fíkniefna og ekki hæfur til þess starfa sem getur í 2. mgr.
Skipverja og/eða þeim sem stjórnar skipaferðum eða veitir öryggisþjónustu vegna skipaferða er skylt, að kröfu lögreglu eða Landhelgisgæslu Íslands, að gangast undir rannsókn á öndunar-, munnvatns- eða svitasýni, blóð- eða þvagrannsókn með þeim hætti sem lögregla ákveður þegar ástæða er til að ætla að viðkomandi hafi brotið gegn ákvæðum þessarar greinar. Honum er jafnframt skylt að hlíta kröfu sömu aðila um að láta flytja sig til læknis til rannsóknar, þar á meðal til blóð- og þvagrannsóknar, og að hlíta nauðsynlegri meðferð læknis.
Skip merkir í þessari grein sérhvert fljótandi far, óháð lengd eða knúningsmáta.]1)
..:"
- gr. [Hafi skipstjóri, stýrimaður eða vélstjóri orðið valdur að skipstrandi, árekstri eða öðru sjóslysi með yfirsjónum eða vanrækslu í starfi sínu varðar það sektum eða fangelsi allt að fjórum árum. Sömu refsingu skal sá hljóta sem reynir að stjórna skipi, stjórnar skipaferðum eða veitir öryggisþjónustu vegna skipaferða og verður valdur að skipstrandi, árekstri eða öðru sjóslysi með yfirsjónum eða vanrækslu í starfi.
Declarations
- Heimild stjórnenda útgerðarfélaga til að taka þvagsýni á eigin vegum er í besta falli á afar gráu svæði.
- Þó að skv. lögum sé tekið sérstaklega fram að leyfar í þvagi verði að vera jafngildi þess að vera undir áhrifum, þá er einungis veitt heimild til þess að vísa skipsverjum frá skipi gegni þeir öryggis- eða stjórnunarstörfum.
- Skv. lögum er skipverjum einvörðungu skylt að undirgangast slík próf að kröfu lögreglu eða landhelgisgæslu.
- Óljóst er hvort fagmennska var fyrir hendi í greiningu sýna. Ætla má að færi þetta mál fyrir dóm myndi það hljóta sambærilega meðferð og hæstaréttardómur 5857, enda gilda nánast samhljóðandi viðmið í Siglingalögum og umferðarlögum.
Tillaga þessi hefur verið samþykkt með atkvæðagreiðslu.
Tilheyrandi mál: | Lyfjaskimun vinnuveitenda |
---|