Samþykkt: Tillaga um úrsögn úr PPI
Tillaga:
Að Píratar segji sig úr Pirate Parties International (PPI)
Um Pirate Parties International:
PPI var upprunalega hugsað sem samstarfsvettvangur fyrir Pírata á alþjóðavísu.
Greinargerð:
Á öllum þeim tíma sem PPI hefur verið starfandi hefur lítið sem ekkert gerst á þeirra vegum og stjórn PPI hefur ekki reynst hæf að laga þá pattstöðu sem virðist vera til staðar. Píratar meta stöðuna sem slíka að hagsmunum flokksins sé betur gætt á alþjóðavísu með að tengja okkur ekki lengur við þá lélegu stjórnhætti sem einkennt hafa PPI frá stofnun. Þessi úrsögn kemur ekki til með að hafa nein áhrif á getu Pírata til að starfa með öðrum Pírötum á alþjóðavísu og munum við sækjast í að efla alþjóðasamstarf á öðrum vettvangi en í gegnum PPI.
Tillaga þessi hefur verið samþykkt með atkvæðagreiðslu.
Tilheyrandi mál: | Tillaga um úrsögn úr PPI |
---|
Útgáfur
# | Staða | Höfundur | Lýsing |
---|---|---|---|
1 | Samþykkt | Arnaldur |