Tillaga um úrsögn úr PPI

Tillaga þessi hefur verið samþykkt með atkvæðagreiðslu.

Á öllum þeim tíma sem PPI hefur verið starfandi hefur lítið sem ekkert gerst á þeirra vegum og stjórn PPI hefur ekki reynst hæf að laga þá pattstöðu sem virðist vera til staðar. Píratar meta stöðuna sem slíka að hagsmunum flokksins sé betur gætt á alþjóðavísu með að tengja okkur ekki lengur við þá lélegu stjórnhætti sem einkennt hafa PPI frá stofnun. Þessi úrsögn kemur ekki til með að hafa nein áhrif á getu Pírata til að starfa með öðrum Pírötum á alþjóðavísu og munum við sækjast í að efla alþjóðasamstarf á öðrum vettvangi en í gegnum PPI.

Málsnúmer: 2/2015
Tillaga:Tillaga um úrsögn úr PPI
Höfundur:Arnaldur
Í málaflokkum:Innra skipulag Pírata
Upphafstími:13/04/2015 21:32:12
Atkvæðagreiðslu lýkur:19/04/2015 21:32:12 (0 mínútur)
Atkvæði: 41
Já: 40 (97.56%)
Nei: 1
Niðurstaða:Samþykkt
Meirihlutaþröskuldur:50.00%

Umræða

Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.