Fara aftur í þing

Innra skipulag Pírata

Málalisti

Mál Ástand Ummæli Atkvæði
Sveitastjórnakosningar, lagabreytingartillaga Opið 13 0
Breyting á lögum PáNA Lokað 4 7
Lagabreyting: Starfsmenn Lokað 8 43
Lagabreyting: Skammstöfun Lokað 7 57
Lagabreyting: Lagabreytingar Lokað 11 57
Lagabreyting: Listi yfir trúnaðarmenn Lokað 3 55
Lagabreyting: Starfsfólk flokksins hafi félagafrelsi Lokað 9 61
Lagabreyting: Upplýsingaráð fellt úr lögum félagsins Lokað 10 61
Erindisbréf umboðsmanna endurnýjað Lokað 36 62
Staðfestingakosning framboðslista í NV kjördæmi Lokað 66 272
Staðfestingakosning framboðslista í NA kjördæmi Lokað 22 196
AFTURKALLAÐ: Staðfesting á framboðslista NV... Lokað 54 167
Staðfestingakosning framboðslista Suðurkjördæmis Lokað 17 242
Endurbætur á lögum um Upplýsingaráð Lokað 15 84
Umboðsmenn Pírata Lokað 47 124
Tímamörk kosninga á framboðslista Lokað 9 88
Valdsvið kjördæmisráða Lokað 12 88
Aðalfundur er einnig almennur félagsfundur Lokað 3 91
Áhrif stefnu á störf kjörinna fulltrúa Lokað 3 82
Ráðning starfsmanna Lokað 6 80
Heimild framkvæmdaráðs til að boða auka-aðalfund Lokað 0 89
Leyfa fléttulista Lokað 6 81
Stýrimenn skilgreindir Lokað 8 84
Hagsmunaskráning Lokað 0 83
Upplýsingaráð skilgreint Lokað 9 85
Breyting á talningaraðferð fyrir kosningu til framkvæmdaráðs Lokað 2 80
Breyting á grein 13.1 í lögum Pírata Lokað 42 115
Stefna um Pírataspjallið Lokað 51 77
Um samskipti ráðherra og Alþingis Lokað 36 122
Aðlögun að gildandi lögum Lokað 0 0
Tillaga um úrsögn úr PPI Lokað 2 41
Lagabreyting: Frambjóðendur til framkvæmdaráðs séu virkir félagar Lokað 4 14
Lagabreyting: Greiðslur til framkvæmdaráðs Lokað 14 12
Lagabreyting: Félagatal og persónuverndarlög Lokað 6 9
Lagabreyting: Félagsmenn og trúnaðarstörf Lokað 5 10
Lagabreyting: Streymi á aðalfundi Lokað 2 12
Lagabreyting: Hagsmunaskráning frambjóðenda í kosningakerfi Lokað 3 11
Lagabreyting: Slembival á aðalfundi Lokað 0 13
Lagabreyting: Kjörstjórn Lokað 1 11
Lagabreyting: Fundir framkvæmdaráðs og fundargerðir Lokað 0 11
Lagabreyting: Fundarboð framkvæmdaráðs Lokað 2 12
Lagabreyting: Hlutverk varamanna í framkvæmdaráði Lokað 0 9
Lagabreyting: Formaður framkvæmdaráðs Lokað 2 9
Tillaga um inngöngu í PPEU Lokað 4 28
Kosningar á framboðslista Lokað 16 33
Afgreiðsla tillagna til rafrænnar kosningar Lokað 15 29
Skilgreining virkra meðlima Lokað 6 28
Lagabreytingartillaga: Aðildarfélög Lokað 28 18
Grunnstefna Pírata Lokað 0 0
Lög Pírata Lokað 0 0

Nýjar umræður

Mér finnst markmiðið gott en tillagan of víð til að ég geti samþykkt hana. Mér finnst þetta gefa einhverjum tækifæri til þess í smærri sveitarfélögum að fámennur hópur geti ákveðið að bjóða fram fyrir hönd Pírata án þess að nokkur geti sagt neitt við því, enda eru staðfestingarkosningar valkvæðar og enn á eftir að koma í gegn lagabreytingartillögum sem kveða á um hæfi og hagsmunaskráningu þeirra sem bjóða sig fram í kjördæmisráð til að tryggja að makar, ættingjar og aðrir nákomnir séu ekki að skipuleggja prófkjör - hvað þá að raða fólki á lista. Ég mun segja nei við þessari tillögu, og bið um að sú aðferð sem planið var að framkvæma með frelsinu sem fékkst undir þessari reglu, sé frekar borin upp til umræðu.
26/06/2017 00:45:25
Mér finnst mjög gott að ræða þetta, og þannig séð er ég ekki á móti einhverjum öðrum aðferðum ef aðstæður eru þannig, t.d. ef bara þrír píratar búa í bæjarfélagi og vilja bjóða fram, eða eitthvað þannig. Eða ef það á að bjóða fram í pínulitlum einmenningskjördæmum, en þar eru hvort eð er bara persónuframboð og sá væri bara að bjóða fram í eigin nafni væntanlega. Allavega, mér finnst að þessi tillaga hefði mátt vera aðeins lengri og betur útskýrð, og mér finnst mjög skrítið að hún detti inn núna örfáum dögum fyrir Lagaþing sem fjallar sérstaklega um kosningalög flokksins. Hefði ekki verið betra að setja þetta inn í kjölfarið af því þingi? That said, þá finnst mér aðallega mikilvægt að við komum í veg fyrir að vesin verði með framboð, eins og hefur gerst hjá okkur. Það er gert með því að reglurnar séu skýrar, og vel sé tilgreint hver ber ábyrgð á að þær séu skýrar og hver sker úr um ágreining sem upp kemur, og hvernig sé hægt að leysa úr slíkum ágreiningi. Mér finnst ekki vera hlutverk landsfélagsins, þannig séð, að vera með fingurnar í því nákvæmlega hvernig er raðað á lista, en ég er mjög efins með að við getum með góðu móti varið uppstillingar á lista nema í einhverjum mjög smáum félögum, og samt væri það líka pínu vandræðalegt.
24/06/2017 01:26:23
@helgihg Ég tel það einmitt ekki vera fullkomlega skýrt að aðeins sé átt við aukinn meirihluta _greiddra_ atkvæða. Það hefði verið hægt að leysa með einföldum hætti. Þ.e. með því að orða greinina svona: "Til þess þarf 2/3 meirihluta _greiddra_ atkvæða í kosningu....". En ég skal alveg viðurkenna að þetta er að hluta "nitpicking". Tilgangurinn verandi að mikilvægt atriði sem þetta má ekki vera opið til túlkunar. Þó við horfum alltaf (yfirleitt) til grunnstefnunnar þá getum við ekki byggt framkvæmd laga félagsins á túlkun á henni. Ástæðan verandi sú að grunnstefnan sækir stoð sína í lög félagsins en ekki öfugt. Ef við byggjum lög félagsins eða framkvæmd þeirra á grunnstefnunni þá erum við komin í hringrök. Það er því ljóst, fyrir mér allavega, að enn er þessi tillaga of opin. Plástrar eru góðir þegar þeir eru notaðir rétt og á viðeigandi hátt. Maður notar plástra á smásár og skeinur. Ekki á svöðusár eða beinbrot. Það vandamál sem þessum plástri er ætlað að leysa er, að mínu mati, stærra en svo að einfaldur plástur dugi til. Sérstaklega þar sem tilgangur þessarar tillögu er, skv. samtölum við tillöguhöfund, m.a. að opna fyrir möguleikann á uppstillingu eða uppröðun ef það er vilji aðildarfélags/félagsdeildar. Ég gagnrýni einnig að reynt sé að plástra þennan hluta laganna þar sem tillöguhöfundi var ljóst að verið væri að fara í endurskoðun á kosningakaflanum í heild. Eins og áður sagði þá er ég efnislega ekki mótfallinn auknu svigrúmi aðildarfélaga til að ráða sínum málum sjálf. Þegar kemur að sveitarstjórnarkosningum er ég í raun hlynntur því að þau ráði alfarið sjálf hvernig þau raða á lista. Enda í því tilviki eru þau að bjóða fram í sínu nafni en ekki á vegum landsfélagsins. Ég sé fyrir mér að eina aðkoma laga landsfélagsins að fyrirkomulagi sveitarstjórnarkosninga væri að setja tímamörk, þ.e. hvenær í fyrsta og í síðasta lagi aðildarfélag ætti að vera komið með lista, og mögulega eitthvað um ábyrgð á framkvæmd (kosningastjórn eða álíka). Annars er ég alveg laus við ofurtrú á Schulze. Þvert á móti sýnist mér að prófkjörið í haust og framkvæmdaráðskosningin á síðasta aðalfundi hafi afhjúpað ákveðna galla við Schulze sem ég tel að þurfi að skoða nánar. Ítrað STV eða IRV gæti hentað okkur betur. Þar til það hefur verið skoðað og metið betur (sem að ég tel verður að gerast í ár af fólki með betri skilning á kerfunum heldur en ég hef) finnst mér að við eigum að halda okkur við það sem meginreglu.
23/06/2017 22:51:51
tl;dr Orðalagið um meirihluta er opið fyrir túlkun sem má ekki vera til staðar. Það er ekki hægt að byggja lög eða framkvæmd þeirra á grunnstefnunni þar sem grunnstefnan sækir stoð sína í lögin en ekki öfugt. Maður notar plástra á smásár en ekki svöðusár. Aðildarfélögin eiga að ráða sér sjálf án miðstýringar. Orðalagið í þessari tillögu er á sama tíma of opið og óskýrt en gengur heldur ekki nógu langt. Það þarf að skoða betur hvort við höldum okkur við Schulze eða skiptum yfir í aðra talningaraðferð.
23/06/2017 22:51:17
Varðandi gagnrýnina frá @Bergthor: Ég tel alveg skýrt að tillagan felur í sér að þetta sé ákveðið með meirihluta þeirra sem taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Ég hef engar áhyggjur af því að hún sé of opin. Það er ekki rétt að engin mörk séu sett á hvaða aðferð sé notuð, það er mjög skýrt í lögum Pírata, 6.5: "Stefna má aldrei ganga gegn grunnstefnu félagsins." Hvað varðar spurninguna um hver eigi að leggja slíkt til eða hvaðeina, þá gilda bara þær reglur sem gilt hafa um slíkt. Þau félög sem yfirhöfuð geta ályktað geta ályktað um þetta með sama hætti. Skil ekki alveg hvað á að vera öðruvísi við þetta mál, annað en 2/3 hlutfallið sem er mjög skýrt í þessu. "Þetta er plástur á núverandi kosningakafla sem tekur í engu á þeim vandamálum sem komu upp í siðasta prófkjöri..." Já, þetta er plástur. Nú spyr ég bara að gamni mínu, en hvers vegna er sagt að hlutir séu plástrar þegar ætlunin er að gera lítið úr þeim? Plástrar eru góðir. Gips er gott. Spelkur og hjálpardekk líka. Þessir hlutir hjálpa og við eigum að nota þá þegar þeir hjálpa og hætta að nota þá þegar við þurfum þá ekki lengur. - Hvað varðar síðari hlutann, þá tekur þetta kannski ekki á neinum þeirra vandamála sem gagnrýnandi hefur mestar áhyggjur af því að endurtaki sig, en þetta tekur á þeim vanda sem flutningsmaður er að reyna að leysa; heimildarleysi aðildarfélaga til að taka mið af þeirra eigin aðstæðum. Þau hafa alltaf kvartað undan þessu og hafa alltaf litið á þetta sem vandamál, og þetta leysir það vandamál. Ég sé ekkert benda til þess að þessari tillögu sé ætlað að leysa öll vandamál. Þá efnisleg skoðun mín á málinu: Þetta mál gefur aðildarfélögum meira svigrúm til að haga sínum prófkjörum í samræmi við raunveruleikann á grundinni eins og hann er þar og þá, og ég styð það heilshugar. Það þarf ekkert að nefna það sérstaklega að allt slíkt þarf að vera í samræmu við grunnstefnu Pírata, enda er það í lögum Pírata. Með því er innbyggð sú kvöð að allar slíkar ákvarðanir þurfa að vera lýðræðislegar. Einnig vil ég vara við allri oftrú á Schulze-aðferðina. Hún er eflaust fín aðferð, en hún hefur sína kosti og sína galla eins og allar sínar aðferðir. Það hættir við ákveðinni oftrú á fyrri ákvarðanir þegar kemur að lýðræðiskerfum, þegar reyndin er sú að oftar en ekki er fullt tilefni til að laga hlutina og prófa nýja hluti í leit að betra lýðræði. Það er tilfellið í öllum lýðræðiskerfum sem ég veit um og Píratar eru þar engin undantekning. Það er því bara mjög fínt mál ef aðildarfélögin geta prófað sig áfram eftir aðstæðum og við lært af því hvað megi betur fara hverju sinni. Engin prófkjör hafa nokkurn tíma verið fullkomin, hvorki hjá okkur né neinum öðrum, og við eigum að fagna grósku í þeirri umræðu. Síðast en ekki síst snýst þetta líka í grundvallaratriðum um að móðurfélagið stjórni ekki háttunum í aðildarfélögunum úr Reykjavík, heldur dreifi valdinu sbr. grunnstefnu og hugmyndafræði Pírata.
22/06/2017 20:58:44
Ef við fáum td . Félagsdeild í hveragerði með 7 skráðum meðlimum er það lýðræðislegar að þeir 7 kjósi um listann eða þá að uppstillingarnefnd skipuð framkvæmdaráði og þingmanni og varaþingmanni kjördæmis myndu stilla upp. ? svo fara sveitastjórnarlistar ekki í staðfestingakosningu meðal allra pírata þar sem þau búa ekki í þeim sveitafélögum sem verið er að kjósa í.
22/06/2017 17:17:52
Að bjóða fram í nafni Pírata í borg/stórum bæjarfélögum eða í litlum sveitarfélögum er tvennt ólíkt og ef horft er yfir sveitafélög viða á landsbyggðinni þá sést að óháðir koma oft inní framboð. Það þarf ekki að rýra gildi Pírata því mismundandi áherslumál eru í mismunandi sveitafélögum en það þarf að treysta því fólki til að hafa grunngildi Pírata til hliðsjónar. Þannig að þetta grundvallaratriði að félagadeildir geti boðið fram á sveitastjórnarstiginu. Maður kýs ekki í schultze einn pírata eða 3. Stundum þarf bara að raða á lista og með 2/3 hluta atkvæða félagsmanna í aðildarfélagi til að samþykkja. Þá styð ég það að Píratar geta boðið sig fram hvar sem er á landsbyggðinni og ætla ekki að setja stein í götu þeirra.
22/06/2017 16:33:02
þetta auðveldar félagsdeildum að bjóða fram, gott mál, ég styð þetta
22/06/2017 13:21:41
Jafnvel þó ég sé hlynntur þvi að aðildarfélög fái mun meira svigrúm um með hvaða aðferð er raðað á lista þeirra í sveitarstjórnarkosningum (jafnvel með uppstillingu) get ég ekki stutt þessa tillögu. Ástæðan er að hún er ekki skýr og hún er of opin. Skv. orðanna hljóðan þyrftu 2/3 allra félagsmanna aðildarfélagsins eða félagsdeildarinnar að samþykkja að nota aðra aðferð en ekki bara 2/3 þeirra sem tækju þátt í kosningunni. (Sem er reyndar ekki slæmt í sjálfu sér, sérstaklega ef hugmyndin er að brjóta út frá meginreglunni um kosningu á lista). Það er ekkert tilgreint um hver gæti lagt slíka tillögu til né hvernig. Það eru engin mörk sett á hvaða aðrar aðferðir væru í boði. Það er ekkert sagt um hvort félagsfólki yrði gefið tækifæri á að staðfesta lista sem kæmi út úr slíkri annarri aðferð. Þetta er plástur á núverandi kosningakafla sem tekur í engu á þeim vandamálum sem komu upp í siðasta prófkjöri sem virðist hafa þann eina tilgang að opna á uppröðun á lista. Sjálfur er ég mótfallinn uppröðun eða uppstillingu á lista en ég tel að aðildarfélög eigi að fá að ráða sinum málum sjálf og því ekki mótfallinn því að þau fái eða geti fengið þá heimild. Ég tel engu að síður að það þurfi sterka varnagla gegn misnotkun á slíkum aðferðum sem er ekki að finna í þessari tillögu. Ég mun því segja nei við þessu.
22/06/2017 13:06:36
Ef þetta býður upp á röðun á lista er þetta fráleitt. Ef það væri eina leiðin til að bjóða fram með öðru framboði ætti það framboð ekkert skylt við Pírata og grunnstefnu um beint lýðræði. Ef einhver telur að það væri eina leiðin til að tryggja að utanaðkomandi myndu ekki komast inn og skemma Pírata væri þetta bara að gera það pre-emptively. Ef, á hinn bóginn, þetta á bara að leyfa frjálsara val um kosningar/talningaraðferðir þyrfti að orða þetta mun betur. Það er ekki miðstýring að krefjast þess að aðildarfélög starfi eftir grunnstefnu um beint lýðræði og lúti einhverjum takmörkunum við "aðferðir við val á lista í sveitarstjórnarkosningum". Ég er mögulega fylgjandi hugmyndinni ef meiningin er að leyfa aðrar útfærslur af lýðræðislegri kosningu en orðalagið tryggir það ekki svo ég segi nei.
22/06/2017 11:34:52