Lagabreyting: Bann við mismunun, einelti, áreitni, þar á meðal kynferðislegri áreitni og kynbundinni áreitni, og ofbeldi
Hér eru greidd atkvæði um breytingar á lögum Pírata. Í þessari atkvæðagreiðslu er greitt atkvæði um hvort lög flokksins skulu innihalda ákvæði um verklagsreglur um bann við mismunun, einelti, áreitni, þar á meðal kynferðislegri áreitni og kynbundinni áreitni, og ofbeldi.
Verklagsreglur hafa verið samdar til að fylgja með þessum lagabreytingum. Vinsamlegast athugið að atkvæðagreiðslan um verklagsreglurnar sjálfar er að finna á eftirfarandi slóð:
Málsnúmer: | 7/2018 |
---|---|
Tillaga: | Lagabreyting: Bann við mismunun, einelti, áreitni, þar á meðal kynferðislegri áreitni og kynbundinni áreitni, og ofbeldi |
Höfundur: | jonthorgal |
Í málaflokkum: | Innra skipulag Pírata |
Upphafstími: | 12/11/2018 16:49:07 |
Umræðum lýkur: | 02/12/2018 17:00:00 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 26/11/2018 17:00:00 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 02/12/2018 17:00:00 (0 minutes) |
Atkvæði: | 47 (1 sitja hjá) |
Já: | 42 (89,36%) |
Nei: | 5 |
Niðurstaða: | Samþykkt |
Meirihlutaþröskuldur: | 66,67% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Lagabreyting
um bann við mismunun, einelti, áreitni, þar á meðal kynferðislegri áreitni og kynbundinni áreitni, og ofbeldi.
1. gr.
Á eftir grein 3.9. kemur ný grein 3.10. sem orðast svo:
“Allt starf Pírata skal vera laust við mismunun, einelti, áreitni, þar á meðal kynferðislega áreitni og kynbundna áreitni, og ofbeldi, og er slíkt framferði brotlegt. Félagsmenn samþykkja í þeim tilgangi verklagsreglur sem gilda fyrir félagið og aðildarfélög þess.”
2. gr.
Grein 8.a.8. skal orðast svo:
“Trúnaðarráðsfulltrúar eru bundnir skilyrðislausum trúnaði í störfum sínum að undanskildum staðfestingu eða rökstuddum grun um tilvonandi háska einstaklinga og/eða verið skyldugir að veita upplýsingar samkvæmt landslögum.”
Greinargerð
Samhliða þessari lagabreytingu eru einnig greidd atkvæði um verklagsreglur skv. nýrri grein 3.10. Hér eftir fylgja tillögur til verklagsreglna.
Vakin er athygli á því að önnur atkvæðagreiðsla er haldin um þær, samhliða þeirri sem er haldin um þessa lagabreytingu.
Atkvæðagreiðslan fer fram á eftirfarandi slóð: https://x.piratar.is/polity/1/issue/393/