Stýrimenn skilgreindir
Málsnúmer: | 45/2016 |
---|---|
Tillaga: | Stýrimenn skilgreindir |
Höfundur: | odin |
Í málaflokkum: | Innra skipulag Pírata |
Upphafstími: | 12/06/2016 12:47:50 |
Atkvæðagreiðsla hefst: | 12/06/2016 13:00:00 (0 minutes) |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 12/06/2016 15:00:00 (0 minutes) |
Atkvæði: | 84 (3 sitja hjá) |
Já: | 29 (34,52%) |
Nei: | 55 |
Niðurstaða: | Hafnað |
Meirihlutaþröskuldur: | 66,67% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
Sá texti sem hér fer a eftir verði 10.tölusetta lagagrein, eða kafli, laga Pírata í stað gr. „10. Aðildarfélög“ og skal sú grein verða „11. Aðildarfélög“. Tölusetningar aftari greina hækki um 1 hver.
10. Stýrimenn
Píratar geta á almennum félagsfundum og Aðalfundi munstrað stýrimenn, einn eða fleiri, til að sinna ákveðnum, vel skilgreindum og tímabundnum verkefnum í umboði flokksins.
Verkefni stýrimanna, skyldur þeirra til skýrslugjafar og tímamörk verkefnisins skal skilgreint í erindisbréfi sem lagt er fram á Aðalfundi flokksins eða almennum félagsfundi. Tímamörk verkefnis skal þannig vera gildistimi erindisbréfs.
Tímabinding skipunar skal vera eins þröng og kostur er og aldrei lengra en eitt ár. Hægt er að endurnýja erindisbréf þegar mest einn mánur er eftir af gildistima fyrra erindisbréfs. Endurnýjun fer fram eins og um nýtt erindisbréf væri að ræða.
Erindisbréf öðlast gildi þegar það hefur verið staðfest af Aðalfundi. Erindisbréf sem lagt er fram á almennum félagsfundi öðlast gildi þegar það hefur verið staðfest með atkvæðagreiðslu í rafrænu atkvæðagreiðslukerfi Pírata og hefur verið staðfest af meirihluta aðalmanna í framkvæmdaráði og meirihluta þingflokks Pírata þegar slíkum flokki er til að dreifa. Erindisbréf frá Aðalfundi má Aðalfundur ákveða að sent verði til staðfestingar eða synjunar í atkvæðagreiðslukerfi flokksins og frestast þá gildistaka uns staðfesting hefur fengist. Ef skipunarbréfi frá Aðalfundi er synjað staðfestingar í atkvæðagreiðslukerfi Pírata skal það ekki öðlast gildi. Ef almennur félagsfundur sendir erindisbréf í atkvæðagreiðslukerfi Pírata skal erindisbréfið vera til umræðu þar í sjö daga og atkvæðagreiðsla skal standa aðra sjö daga.. Sömu tímamörk gilda ef Aðalfundur ákveður að senda erindisbréf í atkvæðagreiðslukerfið.
Fjöldi stýrimanna verkefnis skal vera oddatala og skal hver stýrimaður velja sér sinn varamann.
Stýrimenn þurfa ekki að vera Píratar en geta verið sérfræðingar á því sviði sem verkefnið krefst eða eftir atvikum aðrir þeir sem sinnt geta verkinu.
Séu stýrimenn verkefnis fleiri en einn skal þeirra fyrsta verk vera að skipta með sér verkum og kjósa sér fyrsta stýrimann og einnig annan stýrimann ef stýrimenn eru fleiri en einn, úr sínum hópi.
Fyrsti stýrimaður skal jafnan stýra fundum hópsins og sinna almennri verkstjórn hópsins en annar styrimaðurskal rita fundi og taka við verkstjórn í forföllum fyrsta stýrimanns.
Almennur félagsfundur og Aðalfundur getur krafið Stýrimenn um skýrslu um stöðu verkefnis og skal henni skilað innan þriggja vikna frá þvi að hennar er krafist.
Greinargerð
Píratapartýið leggur megináherslu á beint lýðræði og hefur flokkurinn því flatan skipulagsstrúktur þvi í flokknum er megináhersla lögð á sjálfsstjórn og að að æðsta vald sé í höndum grasrótarinnar. Þvi hafa Píratar forðast að búa til föst embætti þar sem völd safnast fyrir. Þetta hefur leitt til ákveðinna vandamála sem helgast af umboðsskorti. Mjög illa hefur gengið að ganga verk sem vinna þarf þvi iðulega er óljóst hvort umboð er til verka og þá hver er handhafi þess umboðs. Þetta hefur leitt til þess að völd og verk hafa haft tilhneigingu til að lenda á framkvæmdaráði flokksins, sam aldrei var ætlað að sinna öðru en almennum rekstri félagsins. Þetta hefur ennfremur leitt til þess að upp hafa komið hugmyndir um að hinn flati strúktúr flokksins sé lítt nothæfur í praxis og því þurfi Píratar að mynda innri strúktur sem byggir á stigskiptingu með formönnum, fastanefndum og öðrum valdhöfum. Fyrirsjáanlegt er, að ef Pírötum vex fiskur um hrygg og öðlast aukna lýðræðislega ábyrgð, muni enn rammar kveða að þeim vanda sem hér hefur verið lýst.
Í þessari viðbót við lög Pírata er lögð áhersla á að breyta ekki grunnstrúktúr flokksins. Föst, ótimabundin völd sem tengjast ákveðnum föstum embættum verða ekki til þvi allt umboð stýrimanna er kyrfilega tímabundið og tengt skilgreindum verkefnum. Staða stýrimanna færir Pírötum hins vegar lagalega undirstöðu undir veitingu og meðhöndlun umboðs í mikilvægum verkefnum þarf að vera hafið yfir vafa. Dæmi um verkefni sem fela má stýrimönnum eru myndun rikisstjórnar, samningar við aðra stjórnmalaflokka, val á ráðherrum og öðrum embættismönnum fyrir flokkinn, samskipti við fjölmiðla við tilteknara aðstæður eða almennt o.s.frv.