Tillaga að breytingum á grein 7.5 í lögum Pírata
(dregið tilbaka)
Lögð er til breyting á grein 7.5 í lögum Pírata.
Grein 7.5 er í núverandi lögum:
"7.5. Félagsmenn sem hafa verið skráðir í félagið í 30 daga eða lengur, aðrir en kjörnir fulltrúar, geta átt sæti í framkvæmdaráði. Þó skal enginn sitja í framkvæmdaráði lengur en tvö kjörtímabil samfleytt."
Málsnúmer: | 1/2018 |
---|---|
Tillaga: | Tillaga að breytingum á grein 7.5 í lögum Pírata |
Höfundur: | asmundur90 |
Í málaflokkum: | Innra skipulag Pírata |
Atkvæðagreiðslu lýkur: | 26/02/2018 21:00:00 (0 minutes) |
Sérstakur ferill: | Dregin til baka |
Meirihlutaþröskuldur: | 66,67% |
Umræða
Þessu máli lauk fyrir nokkru síðan og er því krafist innskráningar til að sjá umræðu.
7.5 Kjörgengir til framkvæmdaráðs eru þeir sem hafa verið skráðir í félagið í 30 daga eða lengur. Alþingismenn, sveitarstjórnarfulltrúar, og aðrir Píratar sem hafa meginstarf í kjörnu embætti eru þó ekki kjörgengir í framkvæmdaráð. Fái meðlimur framkvæmdaráðs tímabundið kjörið embætti skal hann stíga úr framkvæmdaráði á meðan. Enginn skal sitja samfleytt í framkvæmdaráði lengur en tvö starfsár.